18.2.2008 | 03:41
Níræð kona brýtur gler heima hjá sér
Níræð kona í Colorado þurfti nýlega að brjótast inn á heimili sitt eftir að hafa lokað sig úti í hörkufrosti. Þetta er einkar athyglisverð frétt. Geraldine Palmer hlýtur að vera við mjög góða heilsu þó öldruð sé. Ekki stirðnar hún þegar hún fer út í frostið. Þannig er það með margt gamalt fólk að það þolir illa mikinn kulda og ýmsir liðir í líkamanum geta átt það til að stirðna. Frú Palmer hefur samt krafta til þess að brjóta gler, á aldri þar sem fólk margt hvert er komið með göngugrind og hreyfigeta hefur snarminnkað (og verður enn minni í kulda).
Þarna úti eru svo hlutir sem höfðu blotnað, ekki frosið nota bene. Sem þýðir að umræddur hlutur hafði ekki verið lengi úti og nógu var það mikilvægt að hún sækti hlutinn sem getur ekki hafa verið langt frá húsinu miðað við aðstæður. Hvernig hluturinn hefur blotnað þarna úti í frostinu er spennandi að spá í. Það má vel varpa fram þeirri getgátu að sennilegast hafi hún verið að baða hvolpinn sinn, hann orðið óþekkur og skoppað út fyrir hússins dyr. Þar með er eitthvað blautt komið út í hörkufrostið sem ekki má frjósa og þarf að bjarga inn aftur.
Tveggja metra snjóruðningur kemur ekki í veg fyrir að hún finni exina sem hlýtur að hafa verið vel innan seilingar en ekki einhversstaðar inní geymslu eða skúr þar sem maður geymir oft slíka hluti. Exinni þarf síðan að lyfta þarna úti í kuldanum og slá henni í glugga. Þannig komst frú Palmer inn en þá er samt ekki alveg öll sagan sögð því að þarna er ennþá brotið glerið, og frost úti; kalt verður inni þegar kuldinn nær að smjúga í gegn og nauðsynlegt náttúrulega að negla hlera fyrir. Vegna snjóskaflsins hefur aðstoð heldur ekki borist alveg strax og þess vegna aðstæður heldur kuldalegar. Ekki virðist kuldinn samt hafa orðið henni til tjóns sem eru virkilega ágætt.
Eftir sem áður þá er þarna níræð kona sem getur bjargað sér við erfiðar aðstæður, sem er mjög lofsvert.
Níræð braust inn á eigið heimili með öxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.