Í fangelsi og einangrun fyrir að blogga

 

Út í hinum stóra heimi hins er það farið að gerast að farið er að setja menn í fangelsi fyrir að blogga. Vel er hægt að tala í útvarp, sjónvarp eða skrifa í blöðin og lenda í veseni og kærumálum vegna ummæla, en núna greinilega eru slík kærumál einnig farin að snúast um bloggskrif.  

art.free.fouad

   
 Í Sádí Arabíu þessa dagana er allt að verða vitlaust út af bloggskrifum en þar í landi ákveðu menn að taka einn harðan bloggara fastan rétt fyrir jólin og setja í einangrun. Stjórnvöld þar í landi hafa verið einkar þögul um þessa handtöku, en maðurinn,  Fouad al-Farhad (32), fór  hörðum orðum um stjórnarmenn landsins, og ýmsa aðra mektarmenn af viðskipta og fjölmiðlasviðinu, stuttu áður en hann var handtekinn.

  Í fangelsi dúsir því maðurinn og gæti átt eftir að sitja  áfram inni allavega næstu þrjá mánuðina    en þannig eru víst lögin í Sádí-Arabíu að hægt er að hneppa menn í fangelsi í   sex mánuði án ákæru.   Fouad er nú þegar búinn að sitja af sér helming þess tíma og á þeim tíma hefur hann aðeins einu sinni fengið heimsókn.   

Annar bloggari, Ahmed al-Omran, er farinn af stað með herferð til þess að sleppa Fouad og hafa 1000 manns staðið baráttu fyrir því að fá Fouad lausan. Al-Omran segir óskiljanlegt hvers vegna  Fouad sé í raun í haldi og hvers vegna hann hafi ekki verið ákærður. Hvort síðan Fouad verði nokkurn tíma látinn laus er algerlega óvíst.   

Menn geta verið nokkuð rólegir á Íslandi að svona lagað gerist sennilega aldrei en kærum hins vegar vegna bloggskrifa gætu aftur á móti átt eftir að fjölga umtalsvert á komandi árum.  

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband