Þrír sjónvarpsprédikarar með bla bla bla

John McCain hefur hafnað stuðningi prédikarans John Hagee frá Texas. Hagee þessi er sjónvarpsprédikari sem veitir forstöðu stórri kirkju þar sem safnaðarmeðlimir skipta tugum þúsunda. Án þess að McCain gerði sér grein fyrir því fyrr en í síðustu viku þá mun Hagee hafa prédikað undir lok síðustu aldar um Hitler, gyðinga og Ísrael.  Þar segir Hagee að Guð hafi sent Hitler til þess að hjálpa gyðingum svo þeir gætu komist til fyrirheitna landsins. Guð hafi þannig beinlínis leyft helförinni að gerast og aðalmarkmiðið væri að gyðingaþjóðin kæmust til Ísraels. 

Hagee hefur áður verið stóryrtur og hefur hann m. a. sagt að kaþólska kirkjan væri hóran mikla og fellibylurinn Katrín væri svar Guðs gagnvart syndum samkynhneigðra.  Annar sjónvarpsprédikari Benny Hinn að nafni spáði því reyndar um miðjan síðasta áratug að samkynhneigðir myndu fá að kenna á reiði Guðs á þann veg að hann myndi eyða þeim öllum með miklum eldingum, og það fyrir aldamót. Það er samt önnur saga. 

McCain hafnaði þessum ummælum Hagee um gyðingana út frá þeirri forsendu að þau væru vitlaus, ótæk og óverjanleg. Þar að auki hefur McCain fundið sig knúinn til þess að biðja kaþólska afsökunnar á því að stuðningsmaður hans (Hagee) hafi sagt að kirkja þeirra væri hóran mikla, fölsk og um leið hættulegur trúarsöfnuður. 

Það er ekki bara það að McCain hafi fundið sig knúinn til þess að hafna stuðningi frá Hagee, því annar prédikari hefur einnig verið að hrekkja hann með ummælum sínum. Rod Parsley er sjónvarpsprédikari sem veitir 12.000 manna söfnuði forstöðu og lét hann þau orð flakka um daginn að Islam væri ofbeldisfull trúarbrögð og að þau væru af hinu illa.  Þar með fékk hann að fjúka sem stuðningsmaður McCain. 

Stutt er síðan Obama lenti í þeirri stöðu að stuðningsmaður hans, prédikarinn Jeremiah Wright hélt því fram að árásirnar 11. september hefðu verið bandarísk hryðjuverk. Obama hefur hafnað þessum ummælum þess efnis að þau tengist á nokkurn hátt hans viðhorfum.   Það er þó ekki svo að Obama hafi hafnað stuðningi Wright en það er einmitt það sem McCain gerir gagnvart Hagee og Parsley og þá í því skyni að skerpa á muninum milli sín og Obama.  Einmitt það gerir McCain e. t. v. að aðeins ákveðnari karakter en Obama og hugsanlega munu repúblikanar nota Wright málið gegn Obama þ. e. a. s. ef hann nær útnefningu demókrata.  

 


mbl.is McCain hafnar ummælum prests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband