Ræðumaðurinn Obama

 

Það var einkar athyglisvert að fylgjast með Barrack Obama í gær meðan hann hélt ræðu sína við Þinghúsið í Washington.  Eitt af því sem vakti athygli var að hann var alveg óbundinn af pappír. Ræðan virtist ekki á neinn hátt vera skrifuð frá orði til orðs né heldur virtist hann horfa í neina textavél.  

Obama var öruggur í ræðustól og notaði hendurnar lítið til áherslu en náði alveg til fjöldans. Samt var þetta engin stjörnuræða.  Þessi ræða var nokkuð löng en ekkert afgerandi nýtt í henni. Líklega höfum við þarna góðan ræðumann og betri ræðumann en Bush nokkurn tíma. Spennandi verður bara að sjá hvernig hann reynist sem forseti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vonandi mun honum ganga vel, Bandaríkin og heimurinn allur þarf vitra stjórnmálamenn. Nú er greinilega skortur á þeim. Svo þegar góðir menn/konur gefa sig fram, eigum við með fegins hendi að taka við þeim og veita brautargengi.

Baldur Gautur Baldursson, 22.1.2009 kl. 18:50

2 identicon

Já segðu Baldur. Maðurinn byrjar strax á því að láta loka Guantanamo og leynifangelsum Bush áranna. Góð byrjun.

Þórður (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband