Það þarf að herða reglur í tengslum við blogg

Burtséð frá því hvernig Björgvin hefur staðið sig í starfi þá gefur það ekki einhverjum nafnlausum bloggara (ekki undir nafni heldur) rétt til þess að búa til þvættingssögur um hann, níða hann eða kalla hann ljótum nöfnum. Sama er með aðra ráðherra, þingmenn, þekktar persónur eða fólk í þjóðfélaginu yfirhöfuð.  Það má ekki gleyma því að blogg lesa börn og unglingar og gagnvart þeim er orðljótt níðingsblogg ekki til fyrirmyndar. Skemmst er að minnast eineltismála sem komið hafa upp í skólum í tengslum við blogg. 

Það þarf að herða reglur um blogg og það þarf að vera hægt að sækja fólk til saka fyrir skrif á neti. Ef bloggarinn er nafnlaus þá ætti að lögsækja bloggvefinn sjálfan eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum.   Þetta getur ekki gengið svona endalaust.  

  


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þegar vegið er að einkalífi fólks, Já

En stjórnmálamenn verða að sætta sig við það að um þá sé fjallað á gagnrýnann hátt. Þeir eru jú (eða eiga) að vinna fyrir þjóðina, og eðlilegt að aðhaldi sé þar beytt. Þar kemur bloggið sterkt inn.

hilmar jónsson, 6.9.2009 kl. 19:06

2 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Rétt, stjórnmálamenn eru opinberir aðilar og verða að þola það að fjallað sé um þá með gagnrýnum hætti. En gæta skal samt þess að verið sé að gagnrýna málefnalega með rökstuðningi en ekki útrásum tilfinninga, órökstuddum þvættingi eða orðljótum kveðskap.

Þórður Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband