Hvers vegna í ósköpunum?

 Hvers vegna fær Obama friðarverðlaun Nóbels? Ég er búinn að vera að leita á netinu eftir svari og finn það ekki.  

Staðan hingað til er svona: 

Það á að klára Íraksstríðið. Því er ekki lokið enn. Enginn veit hvenær því lýkur nákvæmlega. 

Þá á að klára stríðið í Afganistan. Sem stendur á að bæta við þúsundum hermanna þar. 

Það á að loka Guantanamo.  Gerist á næsta ári.  

Það er búið að banna pyntingar á hryðjuverkamönnum. 

Það er búið að finna einhverja leið til þess að Palestínumenn og Ísraelar semji. Óklárað ennþá. 

Kjarnorkulausan heim takk.  Meira en að segja það í sjálfu sér. Það er eitt að segja eitthvað um svoleiðis úr ræðustól, annað að sameina þjóðir um slíkt. Ef Obama tækist að búa til kjarnorkulausan heim þá yrði það því mun meira fagnaðarefni að hann fengi Nóbelinn. 

Svo vill Obama vera fremstur í flokki þeirra sem eru á móti loftslagsbreytingum. En viðræður ganga reyndar ekki vel í Kaupmannahöfn um þau mál einmitt núna. 

Með öðrum orðum þá er ekkert sérstakt að gerast hjá Obama sem gerir það að verkum að hann eigi að hljóta þessi friðarverðlaun.  Ef það er einhver sem veit svarið þá væri það fínt.


mbl.is Mótmælaganga í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að Norðmenn hafi verið í ónáð hjá George Buch, vegna þess að þeir vildu ekki vera með í Írak, eins og Dabbi og Dóri lautinant.                                    Vildu ekki heldur vera með í Afganistan, nema í mýflugumynd, eru samt í Nato etc. Norðmenn vilja bara ekkert láta Ameríkana nota sig í hernaði. Buch var þessvegna búinn að loka á Norðmenn ýmsum dyrum.                                 Norðmenn vita vel hvernig á að láta Ameríkana hlaupa fyrir sig, stinga bara á hann seðlabúnti,og láta hann opna dyrnar aftur sem hitt fíflið lokaði á þá.       Svo vita þeir líka að það er alveg sama hver er forseti í USA, gæti þessvegna verið Mikki mús

Robert (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Takk fyrir þetta svar Robert. Ég er ánægður með það.

Þórður Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband