12.12.2009 | 06:42
Þá vitum við það
Hitler er dauður. Alveg pottþétt að hann dó í neðanjarðarbyrginu. Til eru allavega æviminningar fólks sem var þarna og geta vottað um það. Traudl Junge heyrði skotið ríða af og talar um það í æviminningum sínum. Síðan kom Heinz Linge að Hitler og konu hans eftir að þau höfðu svipt sig lífi og kvaðst í æviminningum sínum aldrei bíða þess bætur. Sagan segir að Hitler hafi bæði skotið sig og bitið í blásýruhylki um leið til þess að það væri alveg pottþétt að hann væri í alvörunni að láta sér heppnast að drepa sig. Eva Braun lét sér duga að taka bara inn blásýru.
En nú vitum við það. Jarðneskum leifum Hitlers var ekki skolað niður í ræsi einhversstaðar í Rússlandi. Hann fékk virðulegri meðferð en það. Hvað það er nú ágætt að það skuli vera komið á hreint. Nú mun hópur nýnasista ábyggilega reyna að komast að því hvar við Elbu því síðasta af Hitler var kastað og vera þar með ræðuhöld og almennan gleðskap.
Hitler lifir samt góðu lífi. Þ. e. a. s. í hugum manna. Um hann er talað í þvílíkum fjölda bóka að engu lagi er líkt. Sem er í sjálfu sér ekkert skrítið. Um leið og talað er um illsku og hreina mannvonsku þá er minnst á þennan mann. Allavega mjög oft. Myndir af manninum birtast öðru hvoru í blöðum og tímaritum. Á netinu líka. Heimildamyndir koma öðru hvoru og búnar eru til bíómyndir. Hvað ætli það séu margir sem hafi leikið þennan mann í sjónvarps- eða bíómyndum? Enn eiga einhverjir eftir að leika hann, það er alveg pottþétt.
Ekki það að þessi maður trufli mig neitt þannig. Mér er alveg sama þótt smettið á honum verði á vegi mínum. Mér verður samt oft hugsað til þess hversu oft þessi maður birtist mér á ýmsa vegu eins og ég minntist á í dæmum hér að ofan, án þess að ég væri beinlínis að leita að honum. Ég á samt aldrei eftir að verða aðdáandi hans.
Gömul vinkona mín sá einu sinni sjónvarpsmynd sem átti að gerast í Austurríki á ofanverðri 19. öld. Hún fjallaði um erfiða bernsku drengs nokkurs sem átti harðsvíraðan og strangan pabba. Svo var farið svo illa með drenginn og hann laminn og barinn og ég veit ekki kvað. Vinkona mín vorkenndi drengnum í hið óendanlega. Alveg þangað til að kom í ljós að þetta var mynd um bernskuár Hitlers...
Segja lík Hitlers að engu gert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.