Allir þessir páfar tengjast heimstyrjöldinni síðari nema einn sem varð óléttur!

Nú hef ég kynnt mér kaþólskan sið nokkuð vel. Eitt af því sem ég hef lært er að til þess að komast í dýrlingatölu þá þurfi maður að hafa staðfest nokkur kraftaverk í lífi sínu. Að lágmarki þrjú kraftaverk allavega.  Vel getur verið að hjá þessum tveimur páfum leynist einhver kraftaverk sem skili þeim í dýrlingatölu. Hvað veit ég.

Báðir þessir páfar sem nefndir eru auk núverandi páfa hafa tengingu við síðari heimsstyrjöld. Pius páfi XII var páfi á tímum síðari heimsstyrjaldar. Hann hefur verið sakaður um að hafa ekkert gert og engu mótmælt í tengslum við helförina. Jafnvel þó svo að menn hafi leitað aðstoðar hjá honum þá hafi það engu skilað. Um þetta hafa verið búnar til heimildarmyndir. Nú segja menn að hann hafi verið að fela einhverja gyðinga. Það eru nýjar fréttir fyrir mér. Til eru viðtöl við menn sem er sárir og reiðir út í þennan páfa. 

Á sama tíma og þessi páfi sat á valdastóli í Vatikaninu var annar ungur maður, búsettur í Póllandi að vaxa úr grasi. Karol Wojtyla hét hann þá. Maður sem lét lítið fara fyrir sér en átti það til að leika sér við  gyðingastráka út á götu í fótboltaleikjum. Sem áttu raunar allir eftir að hverfa á stríðsárunum. Karol Wojtyla átti sjálfur hins vegar síðar eftir að verða prestur og  enn síðar Jóhannes Páll páfi II.  Einn sá allra dáðasti páfi sem uppi var á 20. öldinni. Sá hinn sami og kom hingað til Íslands hér um árið og kyssti jörðina um leið og hann kom út úr flugvélinni.  

Einhversstaðar annars staðar í þýskalandi var síðan annar ungur drengur sem einnig átti eftir að verða páfi: Joseph Ratzinger síðar Benedikt páfi XVI sem er núverandi páfi. Svo er sagt að hann hafi verið sendur í Hitlersæskuna en að hann hafi ekki haft áhuga á henni. Hann hafi einnig verið sendur í herinn rétt fyrir stríðslok en barðist ekki neitt sökum heilsufars síns en lenti þó í fangabúðum bandamanna þar sem hann var jú hermaður.  Seinna verður hann eins og Karol, prestur og kardináli lengst allra manna nánast og elstur manna til þess að verða páfi síðan1740 eða 78 ára gamall. 

Ekki veit ég hvort að reynt sé með einhverjum hætti að fegra líf þessara páfa þannig að hægt sé að koma þeim í dýrlingatölu. Nú þegar reyndar er mikill fjöldi af fólki í slíkri tölu. Mun fleiri en þú getur ímyndað þér. Fyrir mér þá væri það best að það væri alveg afgerandi og óumdeilanlegt hver eigi í dag heima í slíkum hópi. 

Vissir þú samt, svona í lokin, að það komst einu sinni kona í valdastól páfa? Það var einhvern tíma á miðöldum og ekki til svona flott Vatikan þá eins og er í dag. Enginn vissi að þetta væri kvenmaður og svo þegar páfinn fór að gildna undir belti þá fór að renna á menn tvær grímur og þegar leið á þetta og það gildnaði og gildnaði þá fékk umræddur páfi þá hugmynd að láta sig hverfa og gerði það. Ekkert spurðist til hans framar eða óléttu hans. Hvar hann eignaðist barnið er ekki vitað.    


mbl.is Páfar í dýrlingatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvaða vald hefur páfinn til að setja menn í dýrlingatölu, og þar sem þú ert nú guðfræðingur hvar stendur það í bókinni helgu að við eigum að dýrka menn og styttur,

Sigurður Helgason, 20.12.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Það stendur ekki í Biblíunni að við eigum að dýrka menn og styttur. Reyndar þá viðurkenna kaþólikkar ekki að þeir geri slíkt. Myndirnar og stytturnar eru til þess að hjálpa.  Þeir sem eru í komnir í dýrlingatölu eru beðnir um aðstoð. Það er beðið til þeirra um hjálp í ýmsum aðstæðum. Eins og talað sé við milliliði. En í raun er litið svo á að þeir sem eru í dýrlingatölu séu lifandi hluti af hinni kaþólsku kirkju. 

Páfinn er eftirmaður Péturs postula og hefur alla tíð átt að vera svo. Pétri var af Kristi falið vald kirkjunnar. Þannig hefur honum verið fært heilmikið kennivald og jafnvel hefur bæst við óskeikulleiki líka. Það sem hefur gerst í gegnum tíðina er að komið hafa fram menn sem hafa verið álitnir alveg sérstaklega helgir menn hafa með lífi sínu haft áhrif á aðra trúaða. Þessir menn hafa verið færðir sérstaklega í dýrlingatölu svo hægt sé að minnast þeirra og verka þeirra reglulega. Það gerir páfi með því valdi sem honum er fært. 

Þórður Guðmundsson, 20.12.2009 kl. 12:14

3 Smámynd: Sigurður Helgason

 þakka góð svör, vsldi sem honum er fært, frá hverju ???????

Sigurður Helgason, 20.12.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kaþólskir menn dýrka ekki sína helgu menn, Sigurður Helgason. Það er eitt að heiðra menn og biðja þá að biðja fyrir sér, annað að dýrka þá. – Þetta var ég búinn að skrifa, áður en ég sá svar Þórðar hér við innleggi Sigurðar, ágætt svar raunar.

En heill og sæll, Þórður, þetta er athyglisverður pistill hjá þér. En nú máttu óvart ekki láta mönnum eftir að halda, að Benedikt páfi sé sjálfur í hópi þeirra páfa sem verið sé að athuga með helgi þeirra eða hæfni til að verða teknir í dýrlinga tölu. Þú ert að vísu ekki að segja það, en einhver gæti misskilið orð þín annig.

En orð þín um Píus páfa XII og verk hans eða athafnaleysi til bjargar Gyðingum í seinni heimsstyrjöld gera ekki þá kröfu, að þú teljir þig vita neitt afgerandi um þau mál eða rannsakað þau sem heitið geti. Það er reyndar óumdeilanlegt, að Píus XII þagði ekki um málefni Gyðinga, þótt sumir hafi haldið því fram, og hann var ekki aðgerðalaus, en spurningin er, hvort hann hafi ekki átt að segja meira og beita sér enn meira – sem hefði þá vafalaust (miðað við fordæmi sem voru fyrir hendi) leitt til ofsókna gegn kaþólsku fólki í Þýzkalandi og víðar, en kannski var það sá kostnaður sem til þurfti.

Það er sannað mál, að Píus páfi og sendimenn hans hlutuðust til með afgerandi hætti um mál Gyðinga í Slóvakíu á árunum 1942–44 og í Ungverjalandi 1944. Talað er um, að hundruðum þúsunda lífa hafi verið bjargað. Ég er með heimildir um þetta og margt fleira hér og kem aftur inn í umræðuna með nánari tilvísanir.

Svo ætla ég að biðja um bloggvinskap þinn, í takt við málvináttu okkar, þá sjaldan við sjáumst! – Með beztu kveðju,

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 13:22

5 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Meðan ég var að skrifa pistilinn þá varð mér einmitt hugsað til þín Jón Valur hvort þú myndir ekki mæta til leiks og svara. Sem þú og gerðir.  Bloggvinskapur er með glöðu geði samþykktur.

Sæll Sigurður. Kristur sagði við Pétur að hann væri bjargið sem hann vildi byggja kirkju sína á. Honum er færður lykill heilagrar kirkju. Þannig er honum fært þetta vald sem eftirmenn hans erfa síðan. Páfavaldið sem er frá Kristi komið upprunalega.

Þórður Guðmundsson, 20.12.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Þórður, og nefna má, að Kristin stjórnmálasamtök vilja líka biðja um bloggvináttu þína. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól.

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband