2.1.2010 | 21:45
Forsetinn mun skrifa undir þetta
Ég einfaldlega spái því að forsetinn muni skrifa undir þessi lög. Fyrir það mun hann hljóta óvinsældir margra en að vel athuguðu máli þá mun hann skrifa undir.
Það er gríðarlega erfitt að vera forseti Íslands núna. Aldrei eins erfitt. Nú er forsetinn í þeirri stöðu að það skiptir engu máli hvort hann skrifar undir eður ei. Einhverjir verða svekktir og reiðir með ákvörðunina. Það er alveg vitað mál.
Það er í sjálfu sér engin leið að vita núna (þegar þetta er skrifað) hvort heldur Ólafur kann að gera. Hvort að 53.000 manna undirskriftalisti (sem er sá stærsti í Íslandssögunni) hefur úrslitaáhrif á Ólaf skal ósagt látið, nema hvað þetta er ekki meirihluti atkvæðabærra landsmanna. Þetta er u.m.b. fjórðungur þeirra. Ef meira en helmingur hefði skrifað undir þá væri það eðlilega mun sterkara og þess legt að Ólafur yrði að hlýða því og skjóta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú vil ég ekki gera lítið úr meiningu InDefence og allra þeirra sem skrifuðu sig á listann. Það er hins vegar að mínu mati ekki nógu margir á listanum. Ef Ólafur tekur sérstaklega tillit til hans og skýtur til þjóðaratkvæða, þá er það sigur fyrir lýðræðishugsun í landinu, að það hafi ekki þurft fleiri til, til þess að hafa áhrif á það að fá fram einn hornstein lýðræðisins sem er val og ákvörðun fjöldans í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Því má ekki gleyma að það er tæplega 77% atkvæðabærra manna sem skráðu sig ekki á listann. Flestöll heimili eru í dag með tölvur og internet. Því hefur ekkert verið að vanbúnaði. Íslendingar eru 320.000 manns, af þeim eru milli 50-60.000 sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa meldað sig á listann eins og allir vita. Þarna er þögull meirihluti fólks sem ekki hefur meldað sig á neinn lista. Það er ekki hægt að segja að þessi þögli hópur sé neitt endilega meðmæltur InDefence.
Ef Ólafur skrifar undir þá munu heyrast reiðiraddir og einhverjir kunna að verða alveg brjálaðir. Lætin munu þá all líklega koma frá æstu fólki sem er á móti samningunum, þeir sem voru samþykkir standa hjá þöglir og segja afskaplega fátt, nema kannski að það sé gott að þetta sé frá. Þeir fyrrnefndu teljast ekki til meirihluta þjóðarinnar. Það er bara staðreynd.
Ef hins vegar kæmi til synjunar og til þjóðaratkvæðagreiðslu þá tel ég því mun líklegra að þessir samingar færu í gegn á endanum. Kosningarnar yrðu bara til að tefja það. Því verr og miður.
Fundi lokið á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir færsluna Þórður. Þú komst þessu vel til skila.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:03
Þórður hvar er baráttu andinn þinn við megum ekki gefast upp auðvitað eigum við að borga en fyrst verðum við að vita hvað varð um Icesave peninginn sem lagður var inn í Landsbankann! og jafnframt standa á rétti okkar sem þjóð en ekki hryðjuverkamenn. Sanngirni er það eina sem við viljum.
Sigurður Haraldsson, 3.1.2010 kl. 01:14
Það eru alls ekki allir sem hafa aðgang að tölvum og interneti, til dæmis eldri borgarar okkar þjóðar sem eru yfirleitt ekki að hanga mikið á netinu og þaðan af síður með Facebook þar sem undirskriftalistinn kom mjög mikið við sögu. Sem og margir ungir sem eru rétt aðfá kosningarétt ég er viss um að það fólk sé ekki mikið að spá í Icesave.
Þannig að undirskriftalistinn er ekki alveg tæmandi ég er viss um að þó nokkuð fleiri vilji berjast betur fyrir rétti okkar.
Það þarf að berjast fyrir rétti okkar við vorum ekki að biðja Breta og Hollendinga að leggja sitt sparifé inn í þennan banka var það???
Fyrri eigendur bankans hljóta að eiga að taka á sig einhverja sök og ef þetta færi fyrir dómstóla þá er aldrei að vita nema að okkur beri ekki að greiða svo mikið sem sagt er í dag. Ég vil alla vega trúa því.
Góður pistill hjá þér samt.
Óskin (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.