Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
29.4.2008 | 23:50
Hefði ekki átt að segja upp!
Lára Ómarsdóttir hefði ekki átt að segja upp og fréttastjóri Stöðvar 2 hefði átt að verja hana.
Lára var ekki að flytja fréttir þegar hún sagði "það sem hún átti ekki að segja". Hún vissi ekki af því að orð hennar myndu berast hlustendum. Hún er fréttamaður staddur á vettvangi og þegar kveikt er á útsendingu, þá verður fréttamaðurinn að standa sína plikt og útskýra hvað sé að gerast á vettvangi sem þessum. Lára var ekki að fjalla um neitt við hlustendur á þessu augnabliki.
Ef Lára hefði látið sér detta það í hug að biðja einhvern að kasta eggi á þeim tíma sem hún var við raunverulegan fréttaflutning, þá mætti segja að uppsögn hennar væri réttmæt þar sem að augljóst væri að hana skorti dómgreind og trúverðugleiki hennar, auk fréttastofu biði skaða af.
En Lára var ekki við fréttaflutning á þessu augnabliki. Rödd hennar heyrðist bara í viðtækjunum án þess að hún vildi það sjálf. Þarna er því um slys að ræða.
Lára gerði sér heldur aldrei far um að finna neinn til þess að kasta eggjum. Ef hún hefði gert það þá hefði uppsögn hennar verið réttmæt.
Ef fréttamaður er að segja eitthvað í gríni fyrir utan tökur, þá má vel segja að það komi almenningi ekkert við.
Fréttastjóri stöðvarinnar hefði ekki átt að taka við uppsögn Láru af þeim forsendum að Lára hafi ekki vitað að hún væri í upptöku og því hafi um klaufaskap verið að ræða, fremur en annað.
Raunverulegan ásetning vantar í þennan atburð.
Láru Ómarsdóttur aftur á skjáinn takk.
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 19:53
Svona skítkast skilar engu
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fékk í gær sent til sín skítkast í tölvupósti. Greinilegt er að sumt fólk notar tölvupósta til þess að fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Það að kalla ráðherrann illum nöfnum er vita tilgangslaust. Varla er hægt að taka mark á illa skrifuðum tölvupósti með haug af prentvillum, enda svo afskaplega óvirðulegt. Innihaldið er auk þess alls ekki geðslegt. Var nauðsynlegt fyrir Björn að láta almenning vita af þessu rusli?
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar