Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
11.12.2009 | 08:20
Hvers vegna í ósköpunum?
Hvers vegna fær Obama friðarverðlaun Nóbels? Ég er búinn að vera að leita á netinu eftir svari og finn það ekki.
Staðan hingað til er svona:
Það á að klára Íraksstríðið. Því er ekki lokið enn. Enginn veit hvenær því lýkur nákvæmlega.
Þá á að klára stríðið í Afganistan. Sem stendur á að bæta við þúsundum hermanna þar.
Það á að loka Guantanamo. Gerist á næsta ári.
Það er búið að banna pyntingar á hryðjuverkamönnum.
Það er búið að finna einhverja leið til þess að Palestínumenn og Ísraelar semji. Óklárað ennþá.
Kjarnorkulausan heim takk. Meira en að segja það í sjálfu sér. Það er eitt að segja eitthvað um svoleiðis úr ræðustól, annað að sameina þjóðir um slíkt. Ef Obama tækist að búa til kjarnorkulausan heim þá yrði það því mun meira fagnaðarefni að hann fengi Nóbelinn.
Svo vill Obama vera fremstur í flokki þeirra sem eru á móti loftslagsbreytingum. En viðræður ganga reyndar ekki vel í Kaupmannahöfn um þau mál einmitt núna.
Með öðrum orðum þá er ekkert sérstakt að gerast hjá Obama sem gerir það að verkum að hann eigi að hljóta þessi friðarverðlaun. Ef það er einhver sem veit svarið þá væri það fínt.
![]() |
Mótmælaganga í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2009 | 02:38
Mæli alveg með þessu!
![]() |
Ókeypis tónlist í tilefni dagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2009 | 11:06
Ekkert hissa á því!
Það er ekkert undarlegt við það að kona Tigers fari frá honum. Svona geta menn hlaupið út undan sér. Fyrst heyrði ég af Tiger þar sem hann hafði keyrt á einhvern ljósastaur. Síðan kom frétt um það sést hefði til hans hrjótandi á grasflötinni fyrir utan húsið sitt. Síðan kemur framhjáhald í ljós eitt á eftir öðru. Hvar endar þetta svo?
Nú spyr ég. Geta einhver lyf komið því svo fyrir hjá manni að úr verði eitthvert kynferðislegt ójafnvægi þannig að maður hætti að verða öðrum trúr? Úr verði bara kynferðislegt æði og vitleysa? Aldrei heyrt um svona ójafnvægi fyrr. Er þetta ekki bara einhver þvæla, bull, della?
Man eftir því að ég sá einu sinni mynd með John Travolta þar sem hann var staddur sem gestur í æðislega flottum kofa uppí fjöllum með arineldi og flottheitum auk þess sem þess ofboðslega fallega gella var að reyna við hann á fullu. Margur hefði fallið fyrir aðstæðum og sjarma en nei, vinur sér þetta bara ekki og fer öðru hvoru í símann til að reyna að ná sambandi við konuna sína. Viðreynslan varð alveg rosalega mikil en nei dugði ekki til. Travolta var bara æðislegur eins og hann var þarna. Fullkomlega trúr sinni eiginkonu. Náttúrulega bara bíó en svona eiga menn að vera samt.
Það er ekkert varið í Tiger Woods með allt þetta framhjáhald sitt. Flottur á golfvellinum en svona kynhegðun er alls ekki spennandi og allar konur ættu að láta sig hverfa frá svona manni, hvað svo sem hann heitir. Það er allavega mín skoðun.
![]() |
Eiginkonan farin frá Tiger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 10.12.2009 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2009 | 16:18
Frægur eða heimsfrægur
Það getur ekki verið spennandi að vera ofurfrægur eins og Tom Cruise eða Brangelina. Gaman er að vera þekktur og virtur en að vera ofurfrægur og lagður svo að segja í einelti af blaðamönnum og ljósmyndurum hlýtur að vera gjörsamlega óþolandi. Paparazzi-ljósmyndarar leggjast lágt til að ná lærleggjamyndum og innundir líka. Þess vegna er kannski skiljanlegt að sumir fái skapofsaköst yfir slíku. Sem betur fer ekki öll frægð manna þannig. Þessi leikarahjón eru nógu ófræg til þess að fá að vera í friði á kaffihúsum, en samt nógu fræg til þess að við fengum að vita af ófrægðinni að þau fengu að vera í friði fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum. Vá maður.
Til er eftirsóknarverð frægð eða það að vera þekktur og virtur fyrir eitthvað án þess að hafa ljósmyndara á eftir sér. Ágætt að vera frægur á þessum bás. Allir frægir Íslendingar eru hér nema kannski Björk sem er fyrir löngu orðin miklu frægari en allir aðrir Íslendingar.
Svo er það heimsfrægðin sem er þess leg að það þekkja mann gjörsamlega allir í heiminum sem á annað borð kunna að lesa blöð eða horfa á sjónvarp. Það getur ekki verið spennandi að fá hvergi að vera í friði, þurfa stanslaust að passa upp á gluggana, hvort sjáist inn, draga fyrir, passa sig síðan þegar farið er út, ef sést í bert hold einhversstaðar eða skvap þá er það strax komið í eitthvert æsifréttablað og milljónir manna að velta sér upp úr skvapfréttunum.
Til er síðan hin óeftirsóknarverð frægð. Eins og William Hunk sem sló í gegn fyrir nokkrum árum fyrir lélegan söng eða allir leikararnir í Jackass þáttunum. Eða hitt að verða skyndilega þekktur fyrir brask, sukk og svínarí, fals og svik. Ekki spennandi frægð það.
Það er líka fínt að vera ekkert frægur. Þá er hægt að vera alveg laus alla svona auka athygli sem fylgir því að vera frægur. Er ekki annars bara best að reyna aldrei við neina frægð og leita bara hamingjunnar þess í stað?
![]() |
Hélt að hún væri rosalega fræg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 03:34
Tvær hliðar á hverju máli
Það eru iðulega tvær hliðar á hverju máli og jafnvel fleiri í mörgum tilfella. Hér í þessari frétt höfum við eina hlið máls. Samt kemur hópur af fólki og fer samstundis að hneykslast á Jónasi Freydal án þess að hafa heyrt nákvæmlega hans hlið máls. Þegar báðar hliðar máls eru komnar fram þá fyrst er raunverulega hægt að fjalla af alvöru um þessar draugagöngur og hneykslast yfir staðreyndum.
Það eru eftir sem áður vissar staðreyndir sem ekki er hægt að neita. Það eru farnar ferðir í kirkjugarðinn við Suðurgötu og það er verið að segja einhverjar sögur þar. 19.000 manns hafa farið í slíkar göngur það sem af er ári. Einhverjum hefur fundist þessi þjónusta spennandi. Ekki það að ég hafi hug á því að verja þessar göngur. Síður en svo. Aldrei fór ég og mun aldrei fara í svona göngutúra. Mín skoðun er sú að það eigi ekki að fara í kirkjugarð nema til þess að vitja leiðis og votta virðingu.
![]() |
Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2009 | 12:55
Athyglisvert - eina mynd í viðbót!
Skemmtilegur leikari Jim Carrey. Það vantar eiginlega að sjá mynd af dóttir hans með honum. Datt í hug að bæta aðeins úr því. Hún er býsna sæt dóttirin.
![]() |
Jim Carrey að verða afi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar