Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
25.5.2009 | 03:03
Svínaflensan nú / spænska veikin 1918
Þessi flensa er farin að dreifa sér óþægilega mikið milli landa. Sem betur fer samt þá eru það ekki allir sem deyja úr henni. Ennþá allavega. Einhverjir hafa náð að lifa hana af og hún hefur ekki náð að stökkbreytast eins og vísindamenn (og allir aðrir vitanlega) hafa haft áhyggjur af. Það má þó ætla að hætta sé á því að þessi pest verði á endanum alls ekki ósvipuð þeirri pest sem hingað kom 1918.
Það sem skeði 1918 var að hingað kom nokkuð slæm flensa um mitt það ár, sem grasseraði yfir hlýjustu mánuðina en það urðu þó ekki nein dauðsföll. Svo gerist það um haustið það árið, að flensan stökkbreytist og fjöldi fólks tekur að deyja úr henni. Hugsanlega hefur það verið vegna þess að þegar tók að kólna þá breyttust aðstæður fyrir flensuna og það er eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af í dag. Næsta vetur gæti flensan lagst þungt á fóllk sem býr norðarlega.
Árið 1918 einangraðist pestin hér fyrir sunnan. Leiðinni var lokað norður í land, þannig að fólk slapp við pestina þar. Miðað við mun meiri samgöngur í dag, þá er ekki víst að það sé eins auðvelt að hemja pest svoleiðis. En árið 1918 var það allavega góð hugmynd miðað við tíma svarta dauða, en þá fór fólk í helgigöngur milli bæja og bar vitanlega pestina með sér. Þannig hrundi fólk niður umvörpum. Auk þess smitaðist fólk talsvert við mannamót þegar þurfti að fylgja öðrum til grafar. Þannig hrundi fólk niður einnig.
Talandi um kirkjuferðir þá er það einkar athyglisvert að Séra Bjarni Jónsson sem var Dómkirkjuprestur árið sem spænska veikin geysaði hér og sá um jarðarfarir oft á dag veiktist ekki sjálfur. Það er sérstaklega athyglisvert miðað við starf hans sem sálusorgara byggðarlagsins.
Hvað verður úr næsta vetur í tengslum við þetta veit í sjálfu sér enginn. Ef skapast ástand hér eins og 1918 þá mun það reyna all hressilega á bæði þjóðkirkjuna og heilbrigðiskerfið. Nógu erfitt er að hafa fjármálakreppu hér, ef svona óáran á ekki að bætast við líka.
Tveir látnir í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 19:09
Alveg æðislegt! En gaman! Best að fara og lesa :)
Þetta er alveg einstaklega spennandi. Ástarjátningar í búðargluggum. Verst hvað veðrið er hryssingslegt þessa dagana, enda langskemmtilegast að rýna í svona í góðu veðri. En margur hefur lagt sig fram um þetta. Best að fara og kíkja.
Ástarjátningar á Laugaveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 19:42
Þetta er ómerkileg frétt!
Þessi stúlka er svoleiðis gullfalleg og með þann frábæra hæfileika að geta sungið á heimsvísu. En svo þarf hún endilega að vera með manni sem er ekki góður við hana og vesen bara. Þvílík hörmung að lenda í heimpressunni vegna einhvers sem skeður inná baði hjá manni. Nóg um það.
Það eru einhverjar nektarmyndir af konunni í dreifingu á netinu. Mig langar ekkert til þess að sjá þær. Það er ekkert mál að taka haus af einni mynd og skeyta yfir á aðra þannig að það líti út fyrir að um einu og sömu konuna sé að ræða. Það hefur marg oft verið gert. Það er ekki nóg fyrir suma að dástað því hvað þessi stúlka er í rauninni falleg. Það þarf líka að eltast við aðra líkamsparta hjá henni.
Meðal paparazzi ljósmyndara er til ákveðin smekkleysa; í raun heilmikil smekkleysa, en það er sú viðleitni að sitja fyrir stjörnunum og gera sé far um að taka myndir uppundir eða þar sem sést í bert og fá góðar fjárhæðir fyrir. Eða þá að stilla sér upp í nærliggjandi húsi og reyna að ná myndum "inn" í einkarými stjörnunnar.
Gwyneth Paltrow lenti í því fyrir mörgum árum að hún var stödd upp á svölum allsnakin með kærastanum sínum og svo var paparazzi maður á þakinu hinum megin að taka myndir. Þær myndir eru til - einhvers staðar á netinu. Dæmi um alveg ótrúlega smekkleysu.
Hvernig tilfinning ætli það samt sé að vita af nektarmyndum af sjálfum sér í dreifingu út um allan heim? Sem vekja athygli milljóna manna, sérstaklega líka vegna þess að maður er frægur, sætur og hæfileikaríkur. Spyr sá sem er yfirhöfuð ekki þekktur á þessu skeri ;)
Rihanna nakin á netinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2009 | 21:14
Það er gott að búa á Íslandi!
Endalaust birtast manni fréttir af einhvers konar hryðjuverkum, hernaðaraðgerðum og alls konar sprengingum utan úr heimi. Eða hefur þú einhvern tíma hugleitt það hvernig tilfinning það sé að taka upp byssu, miða á einhvern og skjóta hann? Þeir eru allavega að slíku þarna í Pakistan sem er gömul saga og ný. Þessi heimshluti hefur verið svona lengi og verður það ábyggilega í einhver ár í viðbót.
Í stríði er þunn rauð lína milli lífs og dauða. Oft getur verið hrein heppni hver lifir og hver deyr í slíku ati. Bara spursmál um hvar sprengjan fellur eða hvar menn voru staðsettir. Svo kemur fréttin um stríðið í blöðin eða á netið og vekur litla athygli þar sem að Pakistan er langt í burtu og eiginlega enginn hefur komð þangað, auk þess sem fæstir vita hvernig tilfinning það er að lenda í stríði.
Fréttin segir manni því ekki margt nema helst það eitt að það eru átök einhvers staðar útí heimi, svona eins og alltaf, öðru hvoru.
Mikið hvað það er eftir sem áður gott að búa á Íslandi þar sem ungir menn þurfa ekki að fara í stríð og geta hangið heima í tölvuleikjum, hlaupið út undan sér og skemmt sér endalaust þangað til þeir festa ráð sitt. Og það er ekkert minnismerki til um fallna íslenska hermenn. Sem betur fer.
Uppreisnarmönnum verði útrýmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 20:19
Þessi bíll er flottur!
Þessi bíll birtist mér snemma morguns nú í vikunni á leiðinni niður Laugaveginn. Þetta er klassabíll. Athygli vakti að það heyrðist ekkert ljótt hljóð úr honum. Oft hefur maður séð þessa bíla með einhverju ægilegu hljóði. Ekki í þessum bíl samt. Flottur fornbíll, ættaður frá austur-Evrópu. Sniðugt að eiga svona.
Trabantinn lifði dauðann af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2009 | 11:19
Hefur þú áhyggjur af þessu?
Það er í sjálfu sér alveg ástæða til þess að vera á varðbergi gagnvart því að upp gæti komið einhvers konar spænsk veiki sem orsakað gæti mörg dauðsföll. Ekki má þá gleyma nokkrum staðreyndum í tengslum við svona fréttir utan úr heimi.
Það eru alltaf einhverjar umgangspestir að koma upp öðru hvoru sem orsaka einhver dauðsföll. Mannkynið er jú 6 milljarðar eða kannski meira frá því ég taldi síðast. 100 manns sem deyja í Mexíkó er því ekki mikið á heimsvísu. Á sama tíma er einhver fjöldi að deyja úr berklum, ebóla getur enn verið að drepa einhverja í Afríku, svarti dauði er ennþá til einhvers staðar á Indlandi, fuglaflensu verður vart virðist manni öðru hvoru og þá deyr einhver úr því. Mjög margir deyja síðan úr krabbameini á hverju ári. Svo er eyðnin orðin þess leg að mannkynið hefur misst öll tök gagnvart henni. Menn héldu fyrst að úr henni gæti orðið faraldur þar sem hægt væri að smitast með handabandi.
Ef þessi tala fólks sem smitast og deyr í Mexíkó færi ört vaxandi frá degi til dags, þá væri því mun meiri ástæða til þess að hafa af því áhyggjur. En svo veit maður ekkert hvort allir þeir sem hafa verið að deyja þarna úti hafi í raun dáið úr svínaflensu. Sumir gætu hafa dáið úr einhverju öðru. Það eru til fleiri pestir, veikbyggt fólk, fátækt, léleg læknisþjónusta, vitlaus greining, röng meðferð á sjúklingum, eða bara engin læknisþjónusta og ekkert á því hvað skuli gera við veika manninn.
Svo er eins og áður sagði, fólk alltaf að deyja úr einhverju. Allir menn deyja að lokum, hjá því verður ekki komist. Um að gera bara að njóta lífsins meðan maður hefur það.
Færri dauðsföll en óttast var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar