Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
25.4.2010 | 20:54
Við vitum bara svo lítið
Málið er að við vitum bara ekki neitt um líf á öðrum hnöttum, geimskip eða geimverur. Kannski er þetta allt til en fyrir því höfum við bara engar sannanir. Hvað veit ég svo sem. Hef ágætt ímyndunarafl og það hefur Stephen Hawking greinilega einnig. Hann hefur svona Innrásin frá Mars ímyndunarafl.
Ef einhverjar geimverur hafa hug á því að ráðast á þennan hnött þá þyrftu þær endilega að fara að drífa sig í því. Mannkynið sjálft er nefnilega á fullu við að gera útaf við boltann með alls kyns mengun og skeytingarleysi. Um að gera þess vegna að flýta sér og taka staðinn yfir til að koma í veg fyrir skeytingarleysið hérna sem mun á endanum gera útaf við allt heila klabbið.
Þá veit maður það. Geimverur eru stórhættulegar og um að gera að vera ekkert að rétta þeim spaðann, þó svo að þær virki elskulegar eins og E.T. Hvað gætum við annars fengið í þessu? Það veit enginn og kannski bara aldrei. Einhvern tíma kannski samt eftir að mannkynið er búið að eyða sjálfu sér birtist hérna e.t.v. stærðar geimskip og segir ....æi við vorum of seinir!
Geimverur geta verið varhugaverðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2010 | 20:19
Ekkert sérstakt svo sem
Þetta er í sjálfu sér ekkert sérstaklega merkileg frétt þannig. Ekki það að þetta sé fyrsta hótelið sem leyfi svona lagað. Það er fullt af hótelum víða um heim sem bjóða upp á svona og þetta hótel er eins og svo mörg önnur að það er bannað að vera nakinn inná hótelinu sjálfu en nekt er leyfileg á veröndinni og á sérstakri strönd í nágrenninu. Í Þýskalandi, einhvers staðar í Svartaskógi, er til undantekning frá þeirri reglu, en þar er verið að opna hótel sem gengur aðeins lengra með því að þar er bannað að vera í fötum á hótelinu sjálfu ellegar er hótað brottrekstri af hótelinu. Ekki fylgir sögunni hvort allt starfsliðið sé einnig nakið en mér er það til efs.
Svo kölluð nektarmenning hefur verið vaxandi í Evrópu á undanförnum árum. Alls konar staðir eru til þar sem fólk getur svalað þessari þörf sinni. Strendur, garðar, stígar, tjaldstæði, hótelsvæði, sundlaugasvæði... allt er þetta hið syndsamlegasta... nei í alvöru talað þá eru þessir hlutir víst ekkert sérstaklega kinky. Þeir sem eru að leita sér að einhverjum kynferðislegum æsing fá ekkert út úr því að fara á svona staði.
Það er nú einnig svo að fólk á ferð um Þýskaland getur upplifað það að allsnakið fólk birtist allt í einu á einhverjum stígum. Það getur truflað fólk sem er ekki vant slíku. Jafnvel alveg heilmikið. Þetta er því ekki alveg innan einhverra lokaðra svæða og sumt fólk er alveg blygðunarlaust með þetta. Vanalegast eru svæði fyrir svona utan alfaraleiðar og á afgirtum svæðum. Svisslendingar hafa þó tekið fyrir það að strípalingar séu svoleiðis á ferðinni og hóta sektum á fólk fyrir að vera þannig nakið. Þannig er það einnig sums staðar í Þýskalandi.
Þetta er annars ekkert sérstakt þannig, fólk er bara eins og það er, með öllu sínu skvapi, fitu og líkamshárum. Svona eins og meistarinn mikli skapaði manninn. Það sem fólk fær út úr þessu er víst frelsi til þess að vera það sjálft og taka öðrum eins og það er. En blygðunarkenndina vantar alveg, einsog var með Adam og Evu áður en þau bitu í eplið.
Tyrkneskt hótel fyrir allsbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 18:49
Hugleiðing um hrunið
Á meðan ég sat og hlustaði á ræður í tengslum við hrunið í gær fór ýmislegt í gegnum hugann. Eitt af því var gullmoli sem er skrifaður upp á vegg í vinnunni: Sá er ekki fátækur sem á lítið heldur sá sem á aldrei nóg. Það að vera óseðjandi í að eignast allt mögulegt, eiga aldrei nóg er að vera andlega fátækur. Hrunið gæti þannig verið andlegs eðlis líka, því að hugsjónirnar voru í ætt við andlega fátækt.
En það var nú svo að gríðarleg völd voru hjá örfáum mönnum. Þeir gátu keypt allt og áttu nánast allt. Fræg er sagan af Hannesi Smárasyni þegar hann var með ólæti í flugvél og hann sagði bara: Ég á þetta, ég má þetta! Svo áttu menn þingmenn sem búið var að styrkja til þings og nokkra fjölmiðla, eiginlega alla svo til. Skrítið þá að þeir sem áttu allt, áttu í raun engan andlegan auð. Hann var hvergi og engu slíku að miðla.
Hvað átti maður svo sem að halda. Ég vissi ekkert um þessa spillingu í bönkunum og var bara plataður eins og margir aðrir. Ég meina menn mættu reglulega í sjónvarp og sögðu að allt var í lagi. Það stæði allt vel. Búið væri að endurfjármagna og þar fram eftir götunum. Ef komu einhverjir menn og sögðu að eitthvað væri bogið við reksturinn þarna og þarna, þá voru menn snöggir til, mættu í pontu með einhver línurit og sögðu allt byggt á misskilningi, þetta væri allt í stakasta lagi - alveg fram undir það síðasta. Svo hrundi allt eins og spilaborg.
Keisarinn var nakinn þarna, hann var alls ekki í neinu og hann vissi í raun ekki neitt um neitt. Hann hélt bara að allt væri í stakasta lagi eða laug því, annað hvort, eins og við átti. Og núna eftir að hafa horft upp á svona berrassað framferði þá veltir maður fyrir sér framtíðinni.
Svarið er ekki flókið. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Veist þú það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2010 | 08:56
Ánægður með þessa framgöngu
Hér fyrir mörgum árum síðan þá var Ingibjörgu hælt mikið og hún vann glæsta sigra. Þá var hún í borgarmálunum. Það var mikið klappað og húrra fyrir nýjum borgarstjóra. Það gerðist í tvígang eða jafnvel þrígang að Ingibjörg mætti sigurreif á kosningavöku samfylkingarinnar undir dúndrandi lófaklappi á stærsta skemmtistað landsins. Enginn borgarstjóri hefur eftir þetta verið borinn jafnmikið á kóngastóli. Að vísu var verið að brjóta aftur veru sjálfstæðismanna á valdastóli til margra ára. En hvað samt er hollt fyrir stjórnmálamanninn sjálfan? Hann getur farið að hugsa: Ég er frábær leiðtogi í borgarmálunum, hvað með landsmálin? Förum þangað og upplifum klapp og húrrahróp þar líka.
Ingibjörg stökk nefnilega skyndilega beint úr borgarmálum yfir í landsmálin. Henni tókst ekki það sem Davíð tókst að gera, að stökkva úr borgarstjórastól yfir í forsætisráðherrastól. Hún komst þó í ráðherrastól. Með þeirri ákvörðun brást Ingibjörg sínum kjósendum í borgarmálum og hún bar ekki sitt blak eftir það. Tími húrrahrópa verða liðin tíð og urðu ekki í landsmálunum. Þar sigldi skipið í strand.
Að ganga í sjálfa sig eins og Ingibjörg gerði í gær er gott skref og heiðarlegt. Hún kemur heiðarlega fram og viðurkennir mistök sín. Sem er ekki á allra færi að gera. Þegar fólk kemur fram og gengur svona í sjálft sig, þá finnst mér að við verðum að taka því vel, líka vegna þess að við viljum að fleiri geri það. Að fólk gangist við athæfi sínu.
Það er gott að fólk skuli koma fram og biðjast afsökunar en það er ekki hægt að krefjast þess og það er ekki hægt að krefjast þess að það geri það eins og skot. Það þarf tíma. Það þarf tíma fyrir stjórnmálamann að hugsa aðeins sinn gang og ganga í sjálfan sig. Það hafa menn gert einn af öðrum og það má halda áfram. Það er ávísun á heilindi og heiðarleika og telst mönnum móralskt til tekna. Framtíðin mun vissulega dæma þessa sögu og þá sjá menn hlutina e.t.v. í skýrara ljósi en nú. Það á eftir að vera mikið garfað í þessu af sagnfræðingum og alls konar fræðimönnum sem eru ekki fæddir ennþá.
Stjórnkerfið og efnahagskerfið er í rúst, og framundan er að byggja upp NýTT Ísland.
Mér finnst ég hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 17:08
Sódóma og Gómorra
Við höfðum hérna á Íslandi hreinan Hrunadans þar sem sukk og svínarí fékk að viðgangast og það í mörg ár. Það er ekki hægt að neita því að það var fullt af fólki sem horfði á þetta og fæstir sögðu nokkuð, aðrir húrra eins og Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, eða ekki neitt til þess að missa ekki vinnuna, sérstaklega í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Já já við létum þetta líðast. En það var talað við fólkið sem dansaði í Kirkjunni í Hruna og það skeytti engu um viðvörunarorð. Svo fór að kirkjan sökk ofan í jörðina með manni og mús á jólanótt. Þar var svo sannarlega sukkað. Svo sannarlega. Þeir sem sökkva núna með bönkunum er fjöldi manna, af þingi og í fjármálageiranum. Æran hvarf með hruninu hjá mörgum og með rannsóknarskýrslu hjá öðrum.
Svo var dansað og sukkað eins og í Sódómu og Gómorru. Sérstakt þegar kemur að afhjúpun á soranum þá fer að gjósa og alltaf meira og meira. Það rignir ösku og brennisteini. Bráðum fer Katla líka að gjósa en það hefur hún ekki gert síðan 1918. Þá verður svo sannarlega fjandinn laus og enginn flýgur neitt í langan tíma. Þetta er bara svo táknrænt fyrir hversu djúpt var sokkið í syndugt sódómu líferni og svo gýs, og gjallið kemur og sópast yfir allt og það versnar og versnar ástandið.
Alveg eins og það verður alltaf verra og verra sem maður fær að uppgötva í öllu þessu misferli.
Létum þetta líðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar