Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
14.5.2010 | 23:31
Þvílík hörmung
Velferðarþjónustan skorin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2010 | 06:10
Þessi maður fékk einu sinni hina íslenzku fálkaorðu
Eitt er að vera beðinn um að mæta í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara en að vera eftirlýstur af Interpol, það er sérlega vont. Þar með er æran farin veg allrar veraldar út um öll lönd og það þó svo að hann yrði ekki dæmdur. Ferlega vont hreinlega fyrir æruna og þá er betra að hafa heitið Magnús Guðmundsson og farið bara beint inn. En að hafa verið eftirlýstur svona hefur í för með sér afskaplega óspennandi stimpil svo meira sé nú ekki sagt. Ekki það að ég vorkenni manninum, síður en svo.
Svo er það annað mál sem mig langar meira til þess að tala um hér en það er að þessi maður fékk einu sinni hina íslenzku fálkaorðu. Leiðin lá víst á Bessastaði einhverntíma fyrir hrun og þar var hann sæmdur þessari orðu fyrir framgöngu sína í viðskiptum og útrás eða hvernig sem það var nú orðað. Mitt mat er það að sú ákvörðun forseta Íslands hafi verið slæm mistök. Reyndar hvíslaði lítill fugl því að mér að Sigurður hafi verið beðinn um að skila orðunni en Sigurður hafi neitað þeirri bón. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Sem breytir því ekki að eftir þetta þá langar mig ekkert til þess að vera sæmdur fálkaorðunni fyrir eitt né neitt. Mér finnst full frjálslega hafa verið farið með veitingu á þessari orðu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta. Þegar veittar eru fálkaorður og stórriddarakrossar þá finnst mér að það eigi að gæta virðingar gagnvart slíku og að þær séu veittar að vel yfirlögðu ráði. Þegar stökkið er til og orða fest á einhvern sem gengur vel að eignast peninga þetta árið, þá er ekki verið að gæta virðingar gagnvart þessari heiðursgjörð að mínu mati. Það gerir orðuna heldur ekki eftirsóknarverða fyrir aðra.
Interpol lýsir eftir Sigurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2010 | 22:48
Kveðja
Sárleg birtist sorgarglíma
Svo hart lagðist, höfuð laut
Tár með trega, sorgargríma
Tómarúm við eilífðarbraut
Förin hafin ferðalangur
Farinn ertu himnavegi
Sálargeisli sem farangur
Sendur að eilífðardegi
Ferðakveðju færð að lokum
Ferðalangur blessun hljótir
Allt frá lífsins endalokum
Ljóss og himnasala njótir
Það eru nokkur ár síðan ég orti þetta ljóð. Upphaflega var það ort við andlát fjölfatlaðs manns.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 19:25
Stef
Þessar góðu minningar
eru eins og stofan heima,
með friðsældinni,
kyrrðinni,
gott sköpunarverk
góðra manna.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 09:03
Atómljóð - Úr fjarlægð
Úr fjarlægð sé ég lönd og skóga, húsin mín
túnin þar sem við lékum okkur,
og fjöllin við sjóndeildarhringinn.
Mitt framlag var að sitja á stól við tréið,
og segja: Hvert augnablik er óendanlega
undursamlegt, ég þakka fyrir það.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar