Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Mannasiðir - Að fara í bíó. Stutt svar við hugmyndum Gillz

 Fór í Egilshöll í kvöld og sá Kings Speech. Nei ég er ekki rasshaus og ég fór ekki að kaupa mér nammi áður  en myndin hófst. Ekki heldur í hléinu reyndar.  Ég sá um daginn mannasiðaþáttinn hans Gillz þar sem hann talar m.a. um bíóferðir.  Orðið rasshaus kemur  einnig fyrir í þættinum svo mér dettur helzt í hug að nota það hérna líka, en bara í smástund af því mér finnst orðið fremur asnalegt.  

Nokkur orð samt um bíóferðir. Gillz þarf svolítið að tala um það hvenær maður fer og verzlar sér nammi í bíóinu og hversu lengi maður ætlar sér að eyða tíma í það. Allavega þá er mitt ráð annað. Aldrei að fara svangur í bíó. Sá sem fer svangur í bíó er líklegastur allra til þess að fara strax að kaupa sér endemis óhollustu sem er rándýr í þokkabót. Miðstærð af kóki og agnarlítill poki af lakkrís kostar núna 700 kall. Ef þú ætlar að kaupa þér einhver ósköp þá ertu að fara vel yfir upphaflega bíóverðið í áttina að 2000 kallinum.  Um að gera að borða bara vel áður en farið er í bíó, vera sæmilega vel saddur og slappa bara af í sætinu. 

Hins vegar þá vilja kærustupör og ástfangið fólk auðvitað splæsa í popp og kók sem er allt í lagi; sumum finnst þetta reyndar ómissandi, en hver á það reyndar við sig. Það er dýrt að fara í bíó núna enda kreppa og allt í lagi að sleppa poppi og kóki. Þegar maður hefur sleppt því að verzla í einhver skipti þá kemst það upp í vana eins og annað.

Hléin er best að nota til þess að fara á salernið. Það eru oft raðir ef maður ætlar að kaupa sér kók eða eitthvað og einmitt þegar kemur að manni þá er myndin bara hreinasta að byrja aftur, þannig að þú ert kannski að missa af einhverjum mínútum, bara vegna þess að einhverjir voru óákveðnir í sjoppunni. Ef þú ætlar að verzla þar þá í guðs bænum ekki fara í neina langa röð. Ef þú kemst fljótt að þá skaltu fara, annars ekki.  Bezt er að fara ekki yfirhöfuð; allt þetta nammifóður er alveg hrikalega óhollt. 

Svo að sýningu lokinni þá er siðsamlegast að henda nammiruslinu sínu ef maður á annað borð var að kaupa eitthvað. Ef þú hendir þessu á gólfið þá ert þú sóði hvort sem þú viðurkennir það eður ei. Það eru stærðar ruslafötur í öllum bíósölum. Sá sem hendir rusli á gólfið í bíóhúsi getur gert það hvar sem er reyndar og með því er maður að sýna af sér ákveðna tegund af kæruleysi og sóðahátt. 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband