14.8.2013 | 18:19
Til eru fræ sem fengu þennan dóm
Ég fór í eina af þessum stóru verkfæraverslunum í dag. Við vorum þarna reyndar tveir saman. Hann á undan mér, þessi ungi áhugasami maður um verkfæri og ég sem var að leita að einhverju sem var allt annarsstaðar í húsinu. Meðan ég var að elta vin minn þá heyrði ég hvernig Haukur Morthens hljómaði í salnum. Til eru fræ er afskaplega angurvært lag. Til eru fræ sem fengu þennan dóm, að falla í jörð og verða aldrei blóm... Í þann mund var vinur minn kominn í garðyrkjudeildina og nærri sestur á viðkvæman bekk sem ég vissi að gat ekki borið hann.
Hann vinur minn fæddist með ofvirkni, einhverfu, athyglisbrest og þroskahömlun ásamt einhverju fleiru sem ég fer ekki að telja upp hér. Veruleikann sér hann með sínum augum, eins og hann þekkir hann og skilur hann. Það er eins og með okkur öll, ekkert okkar sér veruleikann með sama hætti. Við upplifum heldur ekki alltaf það sama. Þarna sá hann e.t.v. eitthvað sem ég sá ekki og varð ekki var við en var fyrir honum kannski mikilfenglegt.
Að fæðast heilbrigður er ekki sjálfsagt mál. Að hafa sjón, heyrn, lyktarskyn, að geta talað og tjáð sig er nokkuð sem við skynjum sem alveg sjálfsagt. En til er fólk sem á erfitt með að tjá sig og getur illa talað um það hvernig því líður. Hversu gott er það ekki að geta verið opinn og geta tjáð sig um hvaðeina í ræðu eða riti. Þar kemur möguleikinn til tjáningar inn og það sem kallast tjáningarfrelsi.
Ég hef kynnst mörgum í gegnum tíðina sem hafa átt erfitt með að tjá sig, fólki við alls kyns aðstæður, í hjólastólum, sem hefur þurft að mata, klæða, baða, nota táknmál með, sem hefur þurft að sprauta, halda í hendina á, og fara með í löng ferðalög. Aldrei að dæma heldur skilja að við erum lánsöm ef við getum átt góða heilsu og valið okkur sjálf það líf sem við viljum lifa.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.