Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 11:14
Illa lyktandi karlmenn
Já það er til að karlmenn nenni ekki að þrífa sig. Almennur siður er að fara í bað daglega. Skipta um nærfatnað og sokka jafnoft og leyfa ekki dýrum að sofa uppí rúmi hjá sér. Hins vegar þá eiga sumir karlmenn það til að hafa ekki kjark til þess að slíta sambandi sínu við kærustuna og þá bregða þeir á það ráð að vera með einhverjum hætti alveg óþolandi í umgengni. Þannig geta menn farið að viðhalda vondri líkamslykt, táfýlu, þvo ekki hárið, og síðan taka ekki til, setja ekki í þvottavél, dreifa sokkum út um allt, og svo á endanum klæða sig hallærislega við öll tækifæri eða alltaf bara. Allt til þess að eiga von á því að kærastan hverfi á endanum.
Óvíst er hvort þetta vakir fyrir Orlando Bloom, en kærastan hans á ábyggilega eftir að segja honum upp.
Bloom illa lyktandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 06:00
Í fangelsi og einangrun fyrir að blogga
Út í hinum stóra heimi hins er það farið að gerast að farið er að setja menn í fangelsi fyrir að blogga. Vel er hægt að tala í útvarp, sjónvarp eða skrifa í blöðin og lenda í veseni og kærumálum vegna ummæla, en núna greinilega eru slík kærumál einnig farin að snúast um bloggskrif.
Í Sádí Arabíu þessa dagana er allt að verða vitlaust út af bloggskrifum en þar í landi ákveðu menn að taka einn harðan bloggara fastan rétt fyrir jólin og setja í einangrun. Stjórnvöld þar í landi hafa verið einkar þögul um þessa handtöku, en maðurinn, Fouad al-Farhad (32), fór hörðum orðum um stjórnarmenn landsins, og ýmsa aðra mektarmenn af viðskipta og fjölmiðlasviðinu, stuttu áður en hann var handtekinn.
Í fangelsi dúsir því maðurinn og gæti átt eftir að sitja áfram inni allavega næstu þrjá mánuðina en þannig eru víst lögin í Sádí-Arabíu að hægt er að hneppa menn í fangelsi í sex mánuði án ákæru. Fouad er nú þegar búinn að sitja af sér helming þess tíma og á þeim tíma hefur hann aðeins einu sinni fengið heimsókn.
Annar bloggari, Ahmed al-Omran, er farinn af stað með herferð til þess að sleppa Fouad og hafa 1000 manns staðið baráttu fyrir því að fá Fouad lausan. Al-Omran segir óskiljanlegt hvers vegna Fouad sé í raun í haldi og hvers vegna hann hafi ekki verið ákærður. Hvort síðan Fouad verði nokkurn tíma látinn laus er algerlega óvíst.
Menn geta verið nokkuð rólegir á Íslandi að svona lagað gerist sennilega aldrei en kærum hins vegar vegna bloggskrifa gætu aftur á móti átt eftir að fjölga umtalsvert á komandi árum.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 17:50
YouTube ekki alls staðar vinsælt
YouTube.com er ekki leyfileg vefsíða hvar sem er í heiminum. Nú hefur Pakistan ákveðið að loka aðgangi að YouTube á grundvelli þess að á síðunni sé efni sem sé móðgun við íslam. Vel getur verið að Pakistan fái að njóta þess að skoða YouTube aðeins lengur á grundvelli þess að dónalega efnið verði fjarlægt, en fjöldi landa hafa hins vegar bannað YouTube; þar á meðal Brasilía, Kína, Íran, Marókkó, Sýrland, Búrma og Tailand. Ástæðurnar eru ekki allar þær sömu. Írönum finnst vera siðferðisbrestur í þessu á meðan Brasilíubúar sjá þetta sem vandræðalegt fyrir vel þekkt fólk þar í landi. Í Pakistan aftur á móti segja sumir hverjir að á YouTube sé að finna efni sem sé skaðlegt fyrir börn.
Það eru ekki nema ca. 3 ár síðan YouTube fór af stað og núna spannar þetta net allan heiminn. Allir geta nú sett inn heimagert vídeó af sjálfum sér eða einhverju sem þeir tóku myndir af. Það þarf þó ekki að leita lengi til að finna upptökur, þar sem talsmenn íslam er að tala gegn kristinni trú, kristnir menn eru að fjalla um kristna trú eða trúleysingjar eru að tala um það hvað kristin trú sé vond. Nóg er af alls konar boðskap gegn hinu og þessu og til þess að finna þannig efni þarf ekki endilega að fara og leita í search. En þegar svo skopmyndir af Múhameð spámanni fara að birtast þarna, þá er ekki sökum að spyrja að einhverjir í arabaheiminum verði alveg brjálaðir.
YouTube er vissulega skemmtilegur vefur og sömuleiðis bloggið með öllu sínu blaðri og stundum alveg hrikalegu skítkasti. Það eina sem er við þetta, er að þetta allt saman getur á stundum virkað svo hamslaust og brjálað, að öðru hvoru hleypur fólk um emjandi og æpandi. Eiginlega í hverri viku, og það á Íslandi, ekki bara í Pakistan.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 09:43
No Country For Old men er vel að þessu komin
Kvikmynd Coen bræðra vann fern Óskarsverðlaun í nótt, meðal annars sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórnina. Spænski leikarinn Javier Bardem fékk óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki, en hann leikur morðóðan glæpamann í myndinni. Hann er það trúverðugur að þó svo að hann snúi baki í áhorfandann og gangi áfram eftir einhverjum ganginum þá trúir maður því að þarna sé í raun á ferðinni alger psýkopati. Það er ákveðinn ferskleiki yfir þessu og myndin heldur áhorfandanum spenntum allan tímann. Sjáið endilega þessa mynd.
Coen bræður sigursælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2008 | 19:22
Hefði verið betra að klára dæmið
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar að sitja áfram sem oddviti og formaður borgarráðs. Borgarstjórnarflokkurinn styður hann og í sameiningu mun flokkurinn ákveða í sameiningu hver verði borgarstjóri þegar nær dregur. Þó svo að þetta virki sem ásættanleg niðurstaða fyrir sitjandi meirihluta þá er samt eitthvað sem er ekki gott við þessa niðurstöðu eins og það að hann skuli ekki ná að klára dæmið og naglfesta strax hver verði borgarstjóri eftir ár. Hefði t.d. ekki verið gott fyrir flokkinn að segja að í ljósi atburða liðinna vikna þá hefði verið ákveðið að Hanna Birna tæki stólinn að ári? Þar með myndi nefndur sitjandi meirihluti í borgarstjórn ná að sýna þann styrk sem hann þarf nauðsynlega á að halda einmitt núna. Eftir ár hins vegar gæti Vilhjálmur sjálfur átt eftir að gefa kost á sér og sækjast eftir embættinu. Vilja borgarbúar fá hann í embættið? Vilja borgarbúar bíða í heilt ár eftir því að fá að vita hvort Vilhjálmur verði aftur borgarstjóri?
Ef heldur áfram sem horfir að sitjandi meirihluti haldi áfram að vera í þvílíkum blússandi vandræðum eins og þeir hafa verið undanfarið með Vilhjálm í fararbroddi, þá er ekki sökum að spyrja að Sjálfstæðisflokkurinn gæti goldið virkilegt afhroð í næstu borgarstjórnarkosningum.
Ákvörðun síðar um borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 23:55
Össur vs Gísli Marteinn
Össur Skarphéðinsson hefur skrifað pistill á bloggsíðu sinni sem hefur beinst gegn Gísla Marteini Baldurssyni borgarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks.
Það þarf alls ekki að vera að ferill Gísla Marteins sé búinn að vera, þó svo að ein skoðanakönnun sé honum ekki í vil. Og það að Össur hafi skrifað þennan pistil sem er svo mjög gegn Gísla þá gætu einmitt þau skrif orðið til þess að Gísli hugsanlega græði á þeim fremur en tapi. Það er víst oft svo að þegar ráðist er á menn með slíkum hætti sem Össur gerir, þá geti það einmitt orðið til þess að fólk sumt hvert snúist á sveif með Gísla Marteini sem fórnarlambi rætinna árása. Hann njóti þá samúðar fyrir það að fá á sig slíkar árásir, menn þyrpi sig nær honum til að styðja hann og um leið styrki hann stöðu sína frekar en annað. Eða með öðrum orðum þá tapi Gísli Marteinn engu á þessum skrifum Össurar, heldur síður en svo og þurfi jafnvel ekki að svara honum þess heldur.
Stjórnmálamaður verður að gæta þess að hann hefur ákveðna ímynd til þess að uppfylla, ímynd trausts og virðuleika meðal annars. Áðurnefnd bloggfærsla eykur ekki á það, heldur síður en svo. Svo er annað yfirhöfuð að þegar fólk er að skrifa blogg að það passi sig á því að hugsa ekki upphátt og láta allt flakka sem því dettur í hug. Við tölvuborðið seint að kvöldi virkar allt e.t.v. afskaplega fyndið og skemmtilegt fyrir þann sem er að pikka inn færsluna sína, fjölmargt er látið vaða við kertaljós, en daginn eftir er pikkið komið á víð og dreif í hugum annarra og með allt aðra merkingu en höfundur hafði hugsað sér í upphafi. Aðgát skal höfð í návist sálar vinir mínir.
Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 03:41
Níræð kona brýtur gler heima hjá sér
Níræð kona í Colorado þurfti nýlega að brjótast inn á heimili sitt eftir að hafa lokað sig úti í hörkufrosti. Þetta er einkar athyglisverð frétt. Geraldine Palmer hlýtur að vera við mjög góða heilsu þó öldruð sé. Ekki stirðnar hún þegar hún fer út í frostið. Þannig er það með margt gamalt fólk að það þolir illa mikinn kulda og ýmsir liðir í líkamanum geta átt það til að stirðna. Frú Palmer hefur samt krafta til þess að brjóta gler, á aldri þar sem fólk margt hvert er komið með göngugrind og hreyfigeta hefur snarminnkað (og verður enn minni í kulda).
Þarna úti eru svo hlutir sem höfðu blotnað, ekki frosið nota bene. Sem þýðir að umræddur hlutur hafði ekki verið lengi úti og nógu var það mikilvægt að hún sækti hlutinn sem getur ekki hafa verið langt frá húsinu miðað við aðstæður. Hvernig hluturinn hefur blotnað þarna úti í frostinu er spennandi að spá í. Það má vel varpa fram þeirri getgátu að sennilegast hafi hún verið að baða hvolpinn sinn, hann orðið óþekkur og skoppað út fyrir hússins dyr. Þar með er eitthvað blautt komið út í hörkufrostið sem ekki má frjósa og þarf að bjarga inn aftur.
Tveggja metra snjóruðningur kemur ekki í veg fyrir að hún finni exina sem hlýtur að hafa verið vel innan seilingar en ekki einhversstaðar inní geymslu eða skúr þar sem maður geymir oft slíka hluti. Exinni þarf síðan að lyfta þarna úti í kuldanum og slá henni í glugga. Þannig komst frú Palmer inn en þá er samt ekki alveg öll sagan sögð því að þarna er ennþá brotið glerið, og frost úti; kalt verður inni þegar kuldinn nær að smjúga í gegn og nauðsynlegt náttúrulega að negla hlera fyrir. Vegna snjóskaflsins hefur aðstoð heldur ekki borist alveg strax og þess vegna aðstæður heldur kuldalegar. Ekki virðist kuldinn samt hafa orðið henni til tjóns sem eru virkilega ágætt.
Eftir sem áður þá er þarna níræð kona sem getur bjargað sér við erfiðar aðstæður, sem er mjög lofsvert.
Níræð braust inn á eigið heimili með öxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar