Færsluflokkur: Bloggar
10.9.2010 | 19:26
Nei við umræðu um afsögn biskups
Það hefur verið talað um það að undanförnu að af ýmsum ástæðum ætti biskup Íslands að víkja. Mér finnst þessi umræða bæði léleg og ómerkileg. Það er alveg merkilegt hversu kirkjunnar menn geta verið að mæta í bæði útvarp og sjónvarp til þess að koma fram með slíkar hugmyndir
Í fyrsta falli. Hvers vegna í ósköpunum á Karl Sigurbjörnsson að hætta að vera biskup yfir Íslandi? Það að hann mæti í sjónvarpsviðtal og tali við einhverja fréttamenn, á þann veg sem einhverjum líkar ekki, gefur ekki forsendur til afsagnar. Ekkert í biskupsverkum Karls hingað til gefur þess heldur neinar forsendur til afsagnar.
Talað hefur verið um atvik sem áttu sér stað áður en Karl varð biskup, meðan hann var prestur í Hallgrímskirkju og átti samskipti við nefndar konur í kynferðisafbrotamáli gegn Ólafi biskupi. Vel getur verið að þar hafi verið staðið klaufalega að málum, en nota bene, það kemur starfi Karls sem biskups í dag ekkert við. Þá var hann ekki með nein sérstök völd (fyrir utan það að vera sóknarprestur) og réði ekki ferðinni. Málið er að mínu mati, í heild sinni, með full flókna atburðarrás til þess að Karl einn þurfi að blæða fyrir það í dag.
Það að nefndur biskup hafi sýnt af sér klaufaskap hér eða þar (kom illa fyrir í fjölmiðlum, sagði eitthvað ógætilega einu sinni, mistókst eitthvað, var ekki nógu ákveðinn, mundi ekki, o.m.fl.) er ekki nægileg ástæða til þess að hann hætti sem biskup. Til þess þarf meira að koma til. Það sem ég nefni hér innan sviga er hluti af því að vera jú bara mannlegur. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum í Karl biskup!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2010 | 05:10
Athyglisvert
Það er hægt að skemmta sér alveg sérstaklega við að hugsa um þetta. Sérhver trúmaðurinn hugsar sér nú að það hafi verið Guð og ekkert annað sem skapaði heiminn. Látum það aðeins vera í bili. Þessar hugmyndir Hawkings eru athyglisverðar en vissulega er hægt að fá hausverk við að hugsa þær allar til enda.
Ef við leikum okkur aðeins að röksemdarfærslum. Það sem kom heiminum af stað var ekkert. Ef við hugsum okkur orsök of afleiðingu þá gætum við farið endalaust aftur á bak og það alveg stanslaust þannig að upprunalega þá var það ekkert sem kom öllu af stað. Þegar fyrirbrigðið ekkert er, algert tóm alveg stanslaust, nei enginn tími heldur, verður það þá ekki að lögmáli? Sem sagt ekkert, algert tóm verður að lögmáli, sem sagt ekkert verður að veruleika í sjálfu sér. Hvað svo? Heyr heyr guðfræðinginn tala. En við erum ekkert að tala um trúmál hér, aðeins hugmyndir um tilveruna. Hawking er býsna klár og gaman að velta honum fyrir sér. Hversu rétt hann hefur fyrir sér veit ég ekki, ég kann ekkert í eðlisfræði.
Tilveran er skrítin og það er hverjum manni ofvaxið að velta fyrir sér tilurð alheimsins. Ýmsir telja sig vita þetta allt út frá Biblíunni eða einhverju innsæi. Hvað svo sem það er sem fólki finnst eða trúir þá er þarna einhver sannleikur sem e.t.v. á eftir að koma í ljós og kannski aldrei, sérstaklega vegna þess hversu takmörkuð við mannfólkið erum. Að hugsa sér að alheimurinn sé endalaus veldur þér alveg pottþétt hausverk ef þú ferð að hugsa um það. Það er heldur ekkert auðveldara að hugsa sér það að öll þau sólkerfi sem mannkynið er búið að átta sig á og ekki á, að séu til, allar þessar vetrarbrautir, séu líklega bara lítið geimryk í endalausu tómi. Spáðu í því. Miklihvellur var þá kannski bara eitt agnarlítið búmm.
Svo er hægt að halda áfram og vera með hausverk fram yfir helgi sökum þessa. Algert tóm felur ekki í sér vegalengdir vegna þess að þú ert ekki á leiðinni eitt né neitt. Innan þess erum samt við á lítilli kúlu sem við komumst ekki frá, sem okkur finnst stór, en er samt svo smá í alheiminum að líkja má við það sem við sjálf sjáum ekki nema í smásjá. Allt þar utanum hangir þar í þyngdarlögmáli Hawkings. Geimryk handa geimverum sem Hawking will ekki að fatti að við séum þarna einhvers staðar.
Meira ljóta bullið allt saman.
![]() |
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 13:47
Sammála að mestu leiti
Eins og ég benti á í pistli mínum hér á undan þá tel ég að fólk hafi margt hvert ekki verið tilbúið til þess að trúa þessu öllu upp á Ólaf. Að hugsa sér hið háheilaga biskupsembætti, eins og það var þá og vonandi enn í hugum fólks, að þar geti hugsanlega verið einhver kynferðisafbrotamaður, maður sem grípur ótrúlegustu tækifæri til þess að káfa á öðrum og jafnframt eitthvað meira á þess vegna alveg fáránlegum augnablikum og stöðum.
Biskup yfir Íslandi á að vera maður sem sem fólk hlustar á og tekur mark á. Virðulegur og siðsamur, vandur að virðingu sinni, rólegur og íhugull, maður sem fólk almennt ber virðingu fyrir, og hefur þann hæfileika að ná til annarra og tala til þess af virðingu, sama hvaðan það kemur eða hverju það trúir. Það er þessi ímynd sem býður hnekki í biskupstíð Ólafs. Nokkuð sem enginn vildi sjá að mínu mati. Þess vegna tel ég að svo margir, stjórnkerfið allt, eins og Guðbjörg minnist réttilega á, hafi staðið með Ólafi, ekki bara honum heldur biskupsímyndinni sem átti að vera á þessum stað, hinni réttu biskupsímynd. Það stóð með hlutverki biskupsins.
Sú skoðun að allt samfélagið hafi staðið með biskupi er ég samt ekki alveg viss um. Það voru ýmsir sem vildu hjálpa þessu konum en höfðu til þess hvorki kjark né hugrekki, vitandi vits að mannorð sitt væri e.t.v. í húfi auk starfsmöguleika í framtíðinni. Sjálfur var ég í guðfræðideild á þessum tíma ásamt Guðbjörgu og mörgum öðrum sem nú eru komnir í prestastétt. Þá hvarflaði það ekki að nokkrum manni að skrifa blaðagreinar í tengslum við þessi mál né nokkuð annað nálægt því, vitandi vits að það hefði gríðarleg áhrif á það hvort menn yrðu prestar eður ei.
Þetta mál er erfitt viðfangs og viðkvæmt að mörgu leiti. En það verður að fjalla um það. Umræðan verður að halda áfram. Ekki það að biskupinn okkar núna eða einhver eigi að segja af sér að. Fyrir mér leysir það ekki neinn vanda. Þessi umræða þarf sinn tíma.
![]() |
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2010 | 14:12
Sáttur við þessi málalok
Þetta er ég sáttur við og ég var að bíða eftir einmitt þessu. Sættir, góð málalyktan, mál klárað, það skiptir miklu máli, hér sem alltaf. Stundum er það samt sem það ætli alls ekki að nást. Menn verða reiðir og hörð og þung orð eru látin falla. Svo fara menn í blöðin og ýmislegt er sagt. Skoðanaskipti eru ágæt, of mikil harka er óþægileg og linkind leyfir hinu slæma að vaða uppi. En það þarf ávallt að vera til réttlæti í okkar heimi sem er eitthvað sem við þurfum stöðugt að vera að takast á við.
Sumum fannst og finnst e.t.v. enn að Geir Waage hefði átt að víkja vegna hugmynda sinna. Því er ég ósammála þ.e. ef hægt er að fara leið sem sé sársaukaminni þá skuli sú leið ávallt valin. Það á sér einmitt stað hér. Hvort að biskup áminnti Geir vegna þess sem undan er gengið veit ég ekki og þarf ekki að vita það. Ef máli er lokið endanlega með sátt þá er fínt. Það væri samt gott, svona í framtíðinni að yfirlýsingagleði hjá prestum, eins og var raunin hjá Geir, verði ekki framvegis á forsíðu dagblaða. Það mátti heyra öskrað og æpt hér og þar og út um allt ekki meir Geir, ekki meir!
![]() |
Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2010 | 01:06
Ósáttur bara
Svona eins og svo oft þegar ég er á netinu að sýsla eitthvað þá fer ég inn á fréttaveiturnar. Í morgun fór ég inn á DV.is sem er ekki frásögu færandi nema hvað að við mér blasti stærðarinnar mynd af rauðhærðum gaur, sem var nafngreindur sem... og hafði verið tekinn fastur, var í greipum lögreglunnar en látinn laus rétt í þessu!!
Þetta er bara ekki frétt. Á piltinn sannaðist ekkert; ekki dæmdur í varðhald né ákærður fyrir eitt né neitt. Það að lögreglan hafi verið að spjalla við hann segir mér ekki nokkurn skapaðan hlut. Hann er saklaus uns sekt hans er sönnuð og hér hefur ekkert verið sannað, ennþá allavega.
Svo er það hitt að DV er að tengja fréttina sína við dramatískan ástarþríhyrning og úr því verður auðvitað djúsí frétt. Pilturinn fór á YouTube og setti inn myndband af sér þar sem hann var að játa ást sína á konu sem vildi hann jafnframt ekki. Hún reynist síðan tengjast hinum látna og telur DV þá að um ástríðumorð gæti hugsanlega hafa verið að ræða. En þá erum við komin út í slúður, vangaveltur og ímyndunarafl. Við vitum sannleikann upp að ákveðnu marki, eftir það tekur við einhver rannsókn til þess að vita meira. Ef við gerum það ekki, þá getur ímyndunaraflið tekið við og við finnum greinilega blað eins og DV á þeim bási.
![]() |
Fordæmir nafn- og myndbirtingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2010 | 05:50
Juugo er vaxandi á Íslandi!
Bloggar | Breytt 13.7.2010 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 23:31
Þvílík hörmung
![]() |
Velferðarþjónustan skorin niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2010 | 06:10
Þessi maður fékk einu sinni hina íslenzku fálkaorðu
Eitt er að vera beðinn um að mæta í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara en að vera eftirlýstur af Interpol, það er sérlega vont. Þar með er æran farin veg allrar veraldar út um öll lönd og það þó svo að hann yrði ekki dæmdur. Ferlega vont hreinlega fyrir æruna og þá er betra að hafa heitið Magnús Guðmundsson og farið bara beint inn. En að hafa verið eftirlýstur svona hefur í för með sér afskaplega óspennandi stimpil svo meira sé nú ekki sagt. Ekki það að ég vorkenni manninum, síður en svo.
Svo er það annað mál sem mig langar meira til þess að tala um hér en það er að þessi maður fékk einu sinni hina íslenzku fálkaorðu. Leiðin lá víst á Bessastaði einhverntíma fyrir hrun og þar var hann sæmdur þessari orðu fyrir framgöngu sína í viðskiptum og útrás eða hvernig sem það var nú orðað. Mitt mat er það að sú ákvörðun forseta Íslands hafi verið slæm mistök. Reyndar hvíslaði lítill fugl því að mér að Sigurður hafi verið beðinn um að skila orðunni en Sigurður hafi neitað þeirri bón. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Sem breytir því ekki að eftir þetta þá langar mig ekkert til þess að vera sæmdur fálkaorðunni fyrir eitt né neitt. Mér finnst full frjálslega hafa verið farið með veitingu á þessari orðu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta. Þegar veittar eru fálkaorður og stórriddarakrossar þá finnst mér að það eigi að gæta virðingar gagnvart slíku og að þær séu veittar að vel yfirlögðu ráði. Þegar stökkið er til og orða fest á einhvern sem gengur vel að eignast peninga þetta árið, þá er ekki verið að gæta virðingar gagnvart þessari heiðursgjörð að mínu mati. Það gerir orðuna heldur ekki eftirsóknarverða fyrir aðra.
![]() |
Interpol lýsir eftir Sigurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2010 | 18:49
Hugleiðing um hrunið
Á meðan ég sat og hlustaði á ræður í tengslum við hrunið í gær fór ýmislegt í gegnum hugann. Eitt af því var gullmoli sem er skrifaður upp á vegg í vinnunni: Sá er ekki fátækur sem á lítið heldur sá sem á aldrei nóg. Það að vera óseðjandi í að eignast allt mögulegt, eiga aldrei nóg er að vera andlega fátækur. Hrunið gæti þannig verið andlegs eðlis líka, því að hugsjónirnar voru í ætt við andlega fátækt.
En það var nú svo að gríðarleg völd voru hjá örfáum mönnum. Þeir gátu keypt allt og áttu nánast allt. Fræg er sagan af Hannesi Smárasyni þegar hann var með ólæti í flugvél og hann sagði bara: Ég á þetta, ég má þetta! Svo áttu menn þingmenn sem búið var að styrkja til þings og nokkra fjölmiðla, eiginlega alla svo til. Skrítið þá að þeir sem áttu allt, áttu í raun engan andlegan auð. Hann var hvergi og engu slíku að miðla.
Hvað átti maður svo sem að halda. Ég vissi ekkert um þessa spillingu í bönkunum og var bara plataður eins og margir aðrir. Ég meina menn mættu reglulega í sjónvarp og sögðu að allt var í lagi. Það stæði allt vel. Búið væri að endurfjármagna og þar fram eftir götunum. Ef komu einhverjir menn og sögðu að eitthvað væri bogið við reksturinn þarna og þarna, þá voru menn snöggir til, mættu í pontu með einhver línurit og sögðu allt byggt á misskilningi, þetta væri allt í stakasta lagi - alveg fram undir það síðasta. Svo hrundi allt eins og spilaborg.
Keisarinn var nakinn þarna, hann var alls ekki í neinu og hann vissi í raun ekki neitt um neitt. Hann hélt bara að allt væri í stakasta lagi eða laug því, annað hvort, eins og við átti. Og núna eftir að hafa horft upp á svona berrassað framferði þá veltir maður fyrir sér framtíðinni.
Svarið er ekki flókið. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Veist þú það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 08:34
Vér mótmælum
Ég er búinn að vera að lesa fréttir á þeim fréttaveitum sem ég hef mögulega getað fundið. Með samþykktinni verðum við landsmenn að borga risaskuld en um leið er verið að líta til þess að greiðari leið verði að ESB sem muni geta reist efnahaginn við. Fréttaveiturnar sem ég var að skoða eru allar með þessa staðreynd. Fyrir mitt leiti er eins og verið sé að selja landið. Allar aðrar leiðir hefði ég viljað fara en þessa. Tíminn mun leiða í ljós að við erum að gera rétt segir Steingrímur. Þau orð eru nú komin út um allan heim. Ég er ekki viss um að tíminn muni leiða það í ljós.
Vér mótmælum.
![]() |
Fréttir af Icesave berast víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar