Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Til hvers?

Þetta er alveg stórfurðuleg frétt. Hvers vegna að hafa lokaða guðsþjónustu? Hvað gæti gerst ef hún væri ekki opin? Hvað ber nú að varast að mati lögreglunnar?  Guðfræðilega séð þá er ekki hægt að viðhafa guðsþjónustu þar sem að búið er að loka dyrunum fyrir almenningi þar sem hann geti ekki verið með einhverra hluta vegna. Þá á ég við að til er nokkuð sem heitir almennur  prestsdómur, að það tilheyra allir kirkjunni sem þangað vilja koma og hafa verið teknir inn í samfélagið með blessun og bæn, en einn er frátekinn til sérstakrar þjónustu og það er presturinn sjálfur. Kirkjan á að vera öllum opin og skjól þeim sem þangað leita. Að loka henni einhverra hluta vegna fyrir fáa útvalda til þess að vera þar er aðför að kirkjulegum athöfnum. 

Ef gert er ráð fyrir of miklum mannfjölda þá verða menn bara að ráða dyraverði og sjá til þess að hægt sé að koma öllum fyrir sómasamlega. Það er því ekki áhyggjuefni í sjálfu sér. Það væri þá einnig hægt að hafa sal í nágrenninu og stóran skjávarpa þar fyrir fólk sem vill fylgjast með og útvarpa þessu svo líka.  Hingað til hefur þetta ekki verið vandamál. Það hlýtur að vera önnur skýring á þessu framferði. 

Þá dettur mér annað í hug en það er að í kirkjunni verði ríkisstjórnin og allir merkilegustu stjórnmálamennirnir mættir til guðsþjónustu og þeir gætu orðið fyrir aðkasti þar. Ekki er ríkisstjórnin vinsæl núna sýnist mér. Sérstaklega meðal þeirra sem eru komnir í skuldavandræði og eru að missa húsin sín, og meðal þeirra sem upplifa aðgerðarleysi í veigamestu þáttunum, svikin loforð og margt fleira. Góð leið yrði þá fremur að hafa nokkurn slatta af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í kirkjunni sem staðsettir yrðu á mikilvægum stöðum.  Það teldi ég faglegra en einfaldlega að loka kirkjunni sem er út frá trúarlegum skilningi alveg út í hött. 

 


mbl.is Verður Dómkirkjunni lokað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband