Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Survivor fyrir einfalt fólk

 Það er ábyggilega ekki nokkur maður sem kannast ekki við Survivor. Nú þegar hafa verið framleiddar tuttugu  og eitthvað þáttaraðir og sú fyrsta mun hafa skutlast í loftið einhversstaðar í kringum aldamótin.   Fyrir þá sem hafa ekki horft á þessa þætti þá flokkast þeir undir raunveruleikaþætti þar sem að hópur fólks fær að húka á einhverri fallegri eyðieyju (vanalegast) og leysa þrautir auk þess sem það kýs einhvern annan í burtu þannig að sá hinn sami vinni ekki leikinn. Einn stendur síðan eftir og vinnur risastórt verðlaunafé. 

425.survivor.council.lc.102110Hvenær fær fólk leið á svona raunveruleikaþáttum? Þáttum sem snúast um akkúrat þetta, að losa sig við einhvern með því að stinga rýting í bakið á honum og halda svo áfram þar til einn er eftir.  Við getum kallað þetta höfnunarleiki. Nóg er reyndar til af þeim ennþá og síðustu ár hafa verið margir í þessum stíl.  Við höfum þetta í milli fatahönnuða, dansara, söngvara, fjármálasnillinga,  og kokka svo eitthvað sé nefnt. 

Samt er engin þáttaröð jafn áberandi hvað varðar plat í þáttagerð og Survivor. Allt á þetta að líta raun verulega út. Þarna er kominn hópur af fólki sem sefur útí villtri náttúrunni og veiðir sér til matar. Þess á milli keppir það hvert við annað og kýs einhvern til þess að yfirgefa staðinn. Ef vel er að gáð þá er fólkið býsna sturtulegt að sjá. Það er ótrúlega hreint í framan. Karlarnir eru flestir með skegg en vel snyrt samt. Enginn er með fitugt eða skítugt hárið. Hvar er úfna, fituga, og flækjuhárið? Raunverulega ef þú værir út í óbyggðum þá myndir þú ekki ná að halda hárinu þínu svona góðu eins og sést þarna.   Og skegg þarf að snyrta. 

Fyrir eina kvöldstund þar sem þarf að kjósa fólk í burtu, sem dæmi, þarf að snyrta liðið þannig að það komi vel út í sjónvarpi. Svona aðeins að lagfæra og smínka líka (eða er það ekki?). Eða með öðrum orðum þá er hópur af fólki að dytta að þessu liði alveg stanslaust.  Í rauninni heyrði ég einu sinni að þarna væri líka sérstakur starfsmaður í því hlutverki að ergja þetta fólk og gera það reitt. Trúi því hver sem vill. 

Þarna eru leikir í gangi og margir af þeim teknir út frá mismunandi hliðum, en auðvitað þá sérðu hvergi tökumann eða merki um neinn slíkan, hvað þá hljóðmann eða einhverskonar tæknimann. Sem þýðir að atriði kunna að vera stöðvuð eða tekin upp aftur. Ef það verður einhver mistök við upptöku þá hljóta menn að taka upp aftur ekki satt. 

Þegar upp er staðið þá er þetta bara alls ekki raunverulegir þættir. Ofangreint miðast meira eða minna við rökhugsun, hvað með restina sem við sjáum ekki? Þáttaröðin verður að virka og það verður að vera hægt að selja hana.  

Svona þáttum fylgir í rauninni ekki mikill raunveruleiki. Það er fyrir einfalt fólk að halda annað. Þetta er í sjálfu sér blekkingarleikur sjónvarpsframleiðslunnar.  Og sá sem vinnur er sá sem kemur best út við framleiðsluna, sá sem er flottastur á skjánum, ekki sá sem fólkið sjálft ákveður að kjósa í burtu. Eða er það ekki bara ansi líklegt? 

 


Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband