Dónaskapurinn í Dallas

Ég hef verið að horfa á Dallas undanfarið á dvd og er staddur í 5. seríunni miðri núna. Fyrir þá sem ekki vita þá fjalla þessir þættir um Ewing fjölskylduna sem á risastóran búgarð og öflugt olíufyrirtæki í Dallas Texas. Þessir þættir voru sýndir fyrst fyrir rúmlega 30 árum og eru ennþá vinsælir enda bezta sápuópera sem gerð hefur verið.  

Ég man eftir sjálfum mér sem krakka við það að horfa á þetta. Alltaf sýnt á miðvikudagskvöldum og dallasá sama tíma tæmdust göturnar. Þá hafði maður lítið vit á öllum þeim klækjum sem áttu sér stað þvers og kruss í þáttunum en andstyggilegt bros J.R. Ewing sat hins vegar alltaf eftir. 

Eitt af því sem ég var ekki að velta fyrir mér hér í gamla daga er hvers sterk kjarnafjölskylda Ewing fjölskyldan í rauninni var.  Hvorki J.R. né Bobby einsetja sér nokkurn tíma að fara að heiman. Þeir eiga sér báðir herbergi heima hjá mömmu og pabba og eiginkonurnar flytja bara inná heimili tengdó. Jock gamli vildi heldur ekki að þeir færu neitt í burtu né heldur nokkur sem tilheyrði fjölskyldunni og miss Ellie heldur þeirri stefnu eftir að Jock deyr. Það er ekkert persónulegt sjálfstæði hjá þeim bræðrum, engin tilraun til þess að búa sér og hasla sér völl með sitt eigið. Sem er nokkuð sem þriðji bróðirinn Gary Ewing gerir, sem þó er alla tíð  fyrirlitinn sem veikgeðja og ekki eins harður og bræður hans. Nógu sjálfstæður er hann samt til þess að flytja burt og koma sjaldan á búgarðinn. Mér er spurn hvort þetta sé ekki vanmetinn persónuleiki?  

Einu sinni fannst mér athyglisvert að fylgjast með framkomu fólks þarna. Það hefur t.d. vakið athygli mína hversu oft fólk er ekki að segja bless þegar það er að kveðja í síma. Það leggur bara niður tólið. Þetta eru jú bara sjónvarpsþættir en það er samt ósjaldan sem fólk gengur bara í burtu án þess að kveðja.  Það er eiginlega bara alltaf.  Ef vel er að gáð þá er hellings ókurteisi í þessum þáttum sem væri fyrir einhvern e.t.v. gott efni í eina góða ritgerð. Hún gæti heitið dónaskapurinn í Dallas!

J.R. Ewing er skúrkur og skíthæll sem er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum, enda heldur hann við allt kvenfólk sem hann kemst nærri.  Hann er samt ekki jafn ofbeldishneigður og Bobby bróðir hans sem er ferlega oft laus höndin auk þess sem hann fær reiðiköst sem J.R. á ekki til.  Að mínu mati er Bobby alls ekki eins ljúfur og mig minnti. Hann sem manni fannst að væri alltaf góði strákurinn þarna. Ég myndi samt ekki vilja þekkja mann með hans skapgerð né heldur hinn bróðurinn ef því væri að skipta. Ég man einu sinni eftir Bobby þar sem hann ruddist inn til Cliff Barnes, kýldi hann og lagði hann niður í sófann auk þess sem hann hótaði honum. Afskaplega spennandi maður til þess að þekkja eða þannig. Minnir helzt á handrukkara.

Það er gaman að horfa á þessa þætti aftur en ég efast um að ég myndi nenna að horfa á Dynasty eða Falcon Crest uppá nýtt enda ekkert kvikindislegt J.R. bros þar að finna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband