Að vera skuldasafnari og borga skuldir annarra alveg endalaust

 Þjóðin vill ekki semja. Hún vildi það ekki áður og vill það ekki núna. Að hluta til kann það að vera vegna þess hversu þungir þessir samningar eru og það hvílir ákveðin óvissa gagnvart þeim en að öðru leiti þá hlýtur að vaka fyrir fólki einhver tilfinning óréttlætis sem margur er búinn að fá nóg af. 

 Hefðum við átt að segja bara já og fara samningaleiðina? Með því móti tækjum við strax á okkur skuldir til að greiða, samþykktar skuldir. Nóg er samt af þeim fyrir. 

 Það sem við erum að horfast í augu við í dag er sú staðreynd að við erum nú þegar að borga miklar skuldir. Það er ekki lengur hægt að segja að við séum ekki að borga skuldir óreiðumanna eða að við viljum það ekki. Við erum einmitt að því nú þegar og þær skuldir eru fleiri fleiri milljarðar. Hæsta tala sem ég hef séð á prenti er 540 milljarðar. Sú tala kann að hækka verulega á næstu árum. 

 Við þetta á eftir að bætast vandi Orkuveitunnar en þar á bæ ganga hlutirnir ekkert sérstaklega vel. Einnig þar getum við talað um skuldir manna sem eyddu um efni fram. Álögur vegna Orkuveitunnar eru því vel til þess fallnar að ergja landsmenn.  Ef minnst er á vanda þessa fyrirtækis þá dæsir fólk iðulega og segir svo minnstu ekki á það. 

 Svo er það Icesave. Þar dugar í rauninni ekki einhver einföld speki einsog að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.  Oft verður maður að gæta sín á því að til manns kemur fólk eða maður fer sjálfur og hittir einhvern, ákveðið er að semja um eitthvað en þegar á hólminn er komið þá er samningurinn ekki þess eðlis að hægt sé að sætta sig við hann. Á maður samt alltaf að semja, bara vegna þess að lærdómurinn frá ömmu í æsku hljóðaði upp á það eða að það skuli alltaf halda friðinn. 

 Miðað við allar þessar greiðslur sem verið er að demba á fólk þá er ekki of sögum sagt að fólk verði þreytt á slíku og er þegar orðið það fyrir löngu. Á sama tíma er millistéttin að þurrkast út.  Það er vegna þess (engin ný sannindi í sjálfu sér) að skattbyrði og greiðslálögur eru of miklar, bensín er of dýrt, matvæli líka, allt mögulegt er of dýrt, laun hækka að sama skapi lítið sem ekkert, en lán hinsvegar hækka.  Fólk verður fátækara og fátækara. Á sama tíma er einhver hópur fólks að græða peninga á fullu, er á ofurlaunum, og eyðir peningum eins og því langar til. Manni finnst varla að það sé hægt að ergja sig á slíku alveg endalaust.

 Hver hlustar og hver heyrir. Hroki og ásókn í peninga er upphaf falls. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband