Fyrirlestur um Guð í Bókasafni Kópavogs

Þetta er búinn að vera annasamur dagur. Eftir vinnu fór ég beint í að skila bókum og hlusta á fyrirlestur númer tvö um Guð. Í þetta skiptið talaði séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og sem fyrr var salurinn meira eða minna skipaður fólki komið yfir sjötugt.  Auður talaði blaðlaust í hartnær þrjú korter og hafði ekkert fyrir því. Fyrirfram hélt ég að hún myndi leggja áherzlu á að tala um kvennaguðfræðina en það gerði hún hins vegar ekki.  Fyrir þá sem ekki vita þá stofnaði Auður kvennakirkjuna fyrir einhverjum árum síðan þar sem m.a. er lagt áherzlu á það að kvenkyns nefna Guð. Þannig er í daglegu tali t.d. sagt Hún Guð en ekki Hann Guð.

Auður byggði ræðu sína upp á því að byrja á sköpunarsögunni og síðan þræddi hún sig áfram í gegnum söguna þar til hún var komin að Páli Postula. Hana Guð sjáum við í sögunni, m.a. í því þegar Ísraelsmenn voru 40 daga í eyðimörkinni og Guð sýndi þeim umhyggju og ræktarsemi eins og móðir myndi gera við börn sín. 

Það var gaman að hitta Auði þarna, hún er ósköp elskuleg að hitta, vel fróð í guðfræðinni og gaman að hlusta á hana tala. Hún hélt athygli minni allan tímann og veitti mér ekki færi á að láta hugann reika. En það er nú svo að stefna hennar í guðfræðinni hefur ekki verið vinsæl meðal allra. Fyrir mitt leiti þá finnst mér það sjálfum engu skipta hvort sagt er Hún eða Hann. Allt það er aukaatriði miðað við þá staðreynd að sá sem boðar, leiðir, hversu fróður sem hann kann að vera, og meistaralegur í lítúrgíu (helgisiðafræðum) o.s.frv. er hjóm eitt,  ef hann hefur ekki hjartað á réttum stað. 

  ...eða með öðrum orðum; það er kærleikurinn sem skiptir mestu máli, ekki einhverjar tiktúrur eða einhverjar sérstakar áherzlur í tengzlum við strauma eða stefnur innan guðfræðinnar. 

Að lokum þá er ein staðreynd sem mig langar til þess að nefna fyrir þá sem ekki vita. Séra Auður Eir er fyrsta konan á Íslandi til þess að hljóta prestsvígslu en það var árið 1974. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband